Lögberg - 30.07.1953, Síða 18
18
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLl, 1953
GUNNAR DAL:
HVAÐ ER NIRVANA?
Meistari Budda kennir, að
hverjum manni sé í sjálfsvald
sett að losna undan oki þjáninga
og dauða og öðlast æðstu gæði
lífsins, sem indversk heimspeki
kallar Pali Nibbana og á sanskrít
Nirvana.
Þetta ástand, Nirvana, hefir
orðið heimspekingum óþrjót-
andi umræðuefni og hver heldur
þar fram sinni skoðun. Sá einn,
sem þöglastur er og ófúsastur er
að ræða þennan djúpa leyndar-
dóm, er sá, sem þekkti hann
betur öðrum mönnum, sjálfur
meistarinn Budda. Hann, sem
sjálfur lifði Nirvana, skildi að
tilgangslaust var að reyna að
gefa blindum mönnum, sem al-
drei höfðu séð ljós, hugmyndir
um liti. — Betra var að reyna
að kenna þeim, hvernig þeim
var sjálfum unnt að öðlast sýn.
— En blindir menn sætta sig
ekki við að geta þekkt heim
sjónarinnar með eyrum sínum!
— Þegar menn heyra um eitt-
hvað, sem liggur utan reynslu
og skynjunar venjulegra manna,
viðurkenna þeir ekki vanmátt
sinn til að skilja hugmyndina
réttilega, heldur viða þeir að sér
reka úr fjörum fræða sinna og
byggja úr þeim hina nýju hug-
mynd, — nákvæmlega á sama
hátt og sá, sem aldrei hefir notið
sjónar, reynir með tón og snert-
ingu að skapa sér hugmund um
rautt eða blátt.
En vegna þess að meistarinn
þagði fundu aðrir hjá sér hvöt
til að tala og útskýra. Og svo
margt hefir nú verið skrifað um
Nirvana, að í leit okkar í fornum
bókum og nýjum getum við
a. m. k. rekizt á tuttugu mis-
munandi hugmyndir og kenning-
ar um eðli þessa fyrirbrigðis. —
En svo undarlegt sem það þó
kann að virðast, hefir aðeins ein
þessara hugmynda — sennilega
!
Macleod’s Authorized Dealer
Glenboro
All your home and farm needs at
low prices and satisfaction guaranteed.
Phone 126
GLENBORO
MANITOBA
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 3. ágúst, 1953.
SARGENT TAXI LIMITED
TRANSIT TAXI LIMITED
SILVERLINE TAXI LIMITED
WINNIPEG
Phones 20-4845 - 20-3069
MANITOBA
sú fjarstæðasta — náð verulegri
útbreiðslu á Vesturlöndum.
~ ☆
Schopenhauer, er sagður hafa
lesið Uphanishada — ekki á
frummálinu að vísu, heldur
latneskri þýðingu, sem gerð var
eftir persneskri þýðingu úr
frummálinu Sanskrít. — Þessi
frægi og áhrifamikli heimspek-
ingur miðlaði síðan öðrum þjóð-
um Vesturlánda af nægtum
þekkingar sinnar á indverskri
heimspeki. Schopenhauer skild-
ist, að Nirvana þýddi dauði —
útslokknun og endir allrar til-
veru. — Að lífið væri þjáning,
sem aðeins dauðinn væri lækn-
ing á. Og þennan dauða hélt
Schopenhauer að Indverjar köll-
uðu Nirvana.
Prófessor Oldenberg leyfir sér
ekki að hafa aðra skoðun. Rhys
Davids er og sama sinnis. Hún
segir m. a.: „Nirvana Buddismans
merkir einfaldlega dauði.“
Dahlke tekur í sama streng:
„Aðeins samkvæmt kenningu
Budda er lausnin undan þján-
ingu neikvæð en ekki jákvæð
hugmynd í líki himneskrar
dýrðar.“ — Allir þessir víð-
þekktu fræðimenn Vesturlanda
halda og hafa kennt öðrum að
halda að Nirvana væri neikvæð
hugmynd, sem þýddi útslokkn-
un lífslampans og náttmyrkur og
tóm dauðans. „Það sem ég er
ekki, það sem er ekki kenning
mín, er ég ásakaður um,“ er haft
eftir Budda, og má af þessu sjá,
að misskilningur manna á kenn-
ingu þessa meistara hefir byrjað
snemma. En hvernig gat nú
Budda kennt að Nirvana þýddi
dauði, þar sem hann sjálfur 35
ára að aldri lifði Nirvana og
dvaldi eftir það 45 ár á jörðinni,
til þess að fræða menn um rétta
breytni, sem leiddi til hinnar
æðstu hamingju?
Ekki er svo að skilja, að allir
fræðimenn Vesturlanda hafi gert
sig seka um að endurtaka þenn-
an einfalda skilning Schopen-
hauers.
Max Muller segir eftir kerfis-
bundna rannsókn og nákvæma
leit í fornum bókum, sem fjalla
um kenningu Budda um Nirv-
ana: — ,,Þar er ekki að finna
eina einustu setningu, sem rétt-
lætir þá kenningu að Nirvana
þýði dauði.“
Budda kennir að hin lægri til-
vera líði undir lok og hverfi
mönnum, þegar Nirvana er
skynjað. Sá heimur, sem þá opn-
ast er að vísu hinn gamli heimur,
en séður í nýju ljósi. — Heimur,
sem skynsemi manna fær ekki
skilið fyrr en innsæi mannsins
hefir náð fullum þroska. Þannig
er Nirvana hvarf hinnar lægri
tilveru og birting annarar og
háerri, líkt og stjörnur, sem
virðast hverfa, þegar nóttinni
lýkur og nýr dagur kemur.
Stjörnurnar hverfa ekki í raun
og veru þegar sólin kemur upp
— við sjáum þær aðeins ekki
lengur, vegna þess að annað ljós
er þeim bjartara. — Á sama hátt
hverfur veröldin heldur ekki
í raun og veru — hún breytist
aðeins í vitund þess manns sem
lifir Nirvana. Hann skynjar þá
hið sanna eðli tilverunnar og
lífsviðhorf hans er eilíflega
breytt. Þó Budda á sama hátt og
Upanishadar vari menn við
þeirri villu að reyna að lýsa
Nirvana, hafa þó margir gerzt
brotlegir við það boðorð. — Öld-
ungurinn Nagasena segir t. d. um
Nirvana: „Þar hefir maðurinn
engar þarfir meir, heldur engar
langanir. Þar vaxa blóm hrein-
leikans og hins sanna lífsskiln-
ings. Nirvana líkt og fæða við-
heldur lífinu og bindur enda á
hrörnun og dauða. Líkt og fæða
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 64th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 3rd, 1953.
THE TORONTO GENERAL
TRUSTS CORPORATION
1902—
51 Years in Winnipeg
—1953
eykur það styrk manna, og eins
og fæða er lind hinnar himnesku
fegurðar. Nirvana er ósköpuð
líkt og rúmið, og eins og það
hvorki eldist né deyr, hverfur
né endurfæðist. Nirvana er hinn
fullkomni heimur hinna upp-
lýstu. Líkt og óskatréð uppfyllir
það allar óskir manna. Það vek-
ur gleði og er fullt birtu.“
Þannig lítur öldungurinn
Nagasena á Nirvana. í hans aug-
um er það ekki útslokknum eða
dauði, heldur hið fullkomnasta
stig tilverunnar. í Buddaghosa
er Nirvana á sama hátt lýst sem
raunverulegri tilveru. Þar er að-
eins bundinn endi á hatur, ótta
reiði og aðrar hinar lægri hvatir
manna, þar sem hvatir geta að-
eins verið til meðan menn eiga
ófullkomnar óskir. En Nirvana
verður aðeins lýst með neikvæð-
um setningum: Það er ekki þetta
og ekki hitt.
í Sarvastivadin (Vabhasika) er
Nirvana talið hámark ‘mann-
legrar tilveru, þar sem maðurinn
hefir náð fullkomnun og er laus
undan löstum og þjáningum og
allar þrár manna eru uppfylltar.
Sarvastivadin fjallar um hin
þrjú algildu sannindi, (asamskrta
dharma), sem eru kjarni Nirv-
ana, og verða þau aldrei sögð
með orðum, þar sem orð geta
aðeins lýst hinu tákmarkaða en
ekki hinu algilda. Þessi þrjú
sannindi eru þar sögð mynda
þríhyrning hins raunverulega.
Þau verða aðeins skynjuð með
innsæi.
Af þessum orsökum geta hug-
myndir heimspekinganna aldrei
gefið mönnum raunhæfan skiln-
Framhald á bls. 22
Kaupið Lögberg
Víðlesnasta
íslenzka blaðið
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
3. ágúst 1953.
McLenaghen & Newman
FRANK W. NEWMAN, Q.C.
SELKIRK MANITOBA
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 64th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 3rd, 1953.
SARBIT'S GROCERY
Phone 256 - 556
SELKIRK
HENNINCARTILLAC
ÚLENDINGA...
Um margar aldir hefir hin fámenna íslenzka þjóð, lagt fram stóran skerf til
heimsmenningarinnar, þó einkum með sínum mikilvægu bókmentum. Á síðustu
árum hefir þjóðin lagt mikið fram í þágu mannúðarhugsjónanna, svo sem með
fjárframlögum í UNICEF, eða sjóðinn, sem sameinuðu þjóðirnar stofnuðu til
vegna umkomulausra barna. Tillag Islendinga í barnaverndarsjóðinn með það
fyrir augum, að þessir umkomuleysingj ar fengju betra uppeldi og mentun,
nemur $4.39 á hvert mannsbarn í þessu litla landi, sem ekki telur nema
145,000 íbúa, en með þessu skarar þjóðin langt framúr hinum auðugri og
fjölmennari þjóðum.
Á hliðstæðan hátt er tillag Islendinga til Canada. Þeir hafa lagt fram sinn
menningarlega skerf til Canada, ekki aðeins á vettvangi mentamála, heldur
einnig á sviði samvinnunnar. Þetta má ljóslega marka af stuðningi þeirra við
hveitisamlögin í Sléttufylkjunum.
CANADIAN CO-OPERATIVE WHEAT PRODÖCERX LIMITED
WINNIPEG
MANITOBA POOL ELEVATORS
Winnipeg, Manitoba
SASKATCHEWAN COOPERATIVE PRODUCERS LTD.
Regina, Saskaichewan
CANADA
ALBERTA WHEAT POOL
Calgary, Alberta
/