Öldin - 01.07.1893, Qupperneq 3
OLDIN.
Þetta longst, að leyfa að alt
Sé létið “upp á kontrakt” falt,
Ncma grillur gamlar mjög
Grónar dýpra’ en stjórn og lög.
(Alt fær stjórn og lög upp leyst)
Lög og stjórnir geta breyzt!
Aldrei höft á hyggju sjálfs,
Hindrun stærst að verða frjáls,
Né sú þræls-lund þver og ljót
Þinnar sálar tmhnapps-mót
Heimta að þrýsta’, af hindrun frí,
Huga hvers manns niður í,
Ekki þó ég þrátti grand
Við þig né “kontraktarans” land,
Samning þinn ég þekki’ og skil . . .
En þarna’ er nafn mitt, sjáðu til!
IV. VIÐ BAIíN
Á AFMÆLISDAGINN MINN.
Barn með skapið ofið úr
Ardags-blíðu’ og þrumu-skúr,
Veðri, sem að alt grær í,
011 er veröld þér svo ný.
Alt það, sem þitt auga sér,
Upp í þinum huga ber
Spurning — út úr öllu skín
Einhver þýðing djúp og brýn.
Hreinskilinn í hjarta þú
Hræsnar ei fyrir vana’ og trú,
Aldrei þinnar reynslu rök
Rekur úrlausn dular-spök.
I þinn vona’ og vizku-garð
Víða þó að brotni skarð,
Þú átt gnægð af efni, að
Aftur jafnskjótt fylla það.
Hikar ei við það óreynt er, *
Ofraun margt þð verði þér ;
Stundum óvænt afreks-verk
Af því vinnur hönd þín sterk.
Þar sem blíða finst og fjör
Festirðu á augun skilnings-snör.
Bezt þú sögur kappa kant,
Kempum fornum mest þú ant.
Með ærsl og hrekki’ og æsku-sveim
Yngir þú upp roskinn heim.
Ertni þinni fiýja frá
Fýlu-drembinn staurkarl má.
Bnrn, sem enn átt.upprof víst,
Upp í hret ef bernskan snýst —
Hún er ei eintóm hlátra-sköll,
Hún or og sorg og tára-föll.
Barn, með hjartað haturslaust,
Hugar-auðlegðv von og traust,
Sátt við gærdag sofnar strax,
Sól ei kvíðir morgundags.
Barn með skapið ofið úr
Árdags-blíðu’ og þrumu-skúr !
Ljá mér hjarta' og huga þinn
Hönd þó stirðni og fótur minn.
Mér þá út úr öllu skín
Einhver þýðing djúp og brýn ;
Hljóma’ ei tímans hávamál
Heyrnarlausri fyrir sál.
Hégiljur, sem veldi vítt
Veitir stafkarls gervið sítt,
Erta þori — þykkjuspar.
Þó það kallist stráka-par.
Þekkingar í þarfa-garð
Þreytist eigi’ að fylla skarð.
Kaupið hæst það heimta i
Hverju verki, að orka því.
Og með geðið æslcu-rótt
Eg þig “kyssi góða nótt,”
Er kveðurðu’ að hátta hinsta sinn
Heimur, þreytta drenginn þinn !
V. FJALLDALUR.
Vænt er að sjá svo vel um búna
Valhöll, á sem flestum leizt —
Á súlum háum hamra-brúna
Himinbláa þakið reist.
Botninn, hlíð í boga dregin
Með breðann síða’, er gaflinn þver;
Opnar víðar dyr mót degi
Dalsins fríða mynnið er.
Grjótvegg hlaða frera-fastar
Fjalla-raðir tengdar við
Skóga-traðir skrautlegastar,
Skorða stað á hverja hlið.
Glampar á skjöldu, gaddinn harða,
Gnúpa fjöld með hjálm og spjót;
Grænu tjöldin, gluggar skarða,
Glóa’ á kvöldin sólu mót.