Öldin - 01.07.1893, Qupperneq 13

Öldin - 01.07.1893, Qupperneq 13
stundum cr hann látinn standa á stræti og er að láta skðsvertingja gljá skó sína ; en cr piltrinn iicíir gljáð skóna á tveim fótun- um, liættir hann, og lieimtar aukaborgun, cf' hann eigi að gljá skóinn á þriðja fætin- um. Annað viðundrið á Mön er skottlausi köttrinn. Það er talsvert af skottlausum köttum á eynni; en ekki virðist það vera neitt sérstakt kattakyn. Skottin era víst blátt áfram liöggvin af kettlingunum. En Englendingar, sem koma til Manar, kaupa háu verði þessa halalausu ketti. Það eru margar fornleifar á Man-ey. I einna beztu ástandi af þcim er kastali sá, er Castle Rushen ncfnist, í bænum Castle- town (Kastalaborg), all-sunnarlega á evnni. Kastali þessi kvað vera reistr nm árið 960. Veggirnir eru 12 fcta þykkir múrveggir og hafa lialdið str vel þessar liðugar níu aldir, sem þeir hafa staðið, og haf'a þeir þó orðið að þola marga snarpa árás fyrr á tím- um; þannig var einu sinni setið um kast- alann í heilt missiri, en hann varð ekki unninn. Hann heldr sér vel enn. Skamt frá Castletown er sýndr enn staðr, þar sem sagt er að staðið hafi í forn- öld vígi nokkurt, annað hvort danskt eða norrænt. Mcira þykir þó koma til rúst- anna af Rushen Abbey (R. klaustri); það er skamt frá Castletown. Munltreglu þá, er þar hafði klaustr, segir sagan að nor- rænn jarl þar á eyjunni hafi stofnað í lok 11. aldar (1098). I reglunni voru príórinn og 12 munkar. Sögusögn þessi er þó n'okkuð óviss. : Undan vestrströnd eyjarinnar, and- spænis bænum Peel, liggr ey ein lítil og nefnist Patrcks-ey (“St. Patricks Isle”); hún má heita girt múrvirkisveggjum, all- umfangsmiklum. Innan virkisveggjanna eru rústir af ýmiss konar húsum og mann- virkjum, þar á meðai af mikilii dómkyrkju, sem reist hafði verið 1245, og var hún enn notuð til guðsþjónustu fram í byrjun þess- arar aldar; en 1824 kom afarmikið storm- vtðri, sem gjörskemdi hana. Mitt í virkis- hringnum stendr sívalr turn. Það er tals- vert til af sams konar turnum á Irlandi, og fornfræðingar eru í vandræðum með að ráða úr, hvernig á þeim standi og til hvers þeir hafi verið ætlaðir. Turninn* hefir haldið sér vel og er lítt skemdr; hann er nálega 50 feta hár, en að cins C j fet að gagnmáli að innan. Dyr eru á honum nokkur fet fyrir ofan jörð, en eigi verðr komizt upp í hann, með því að ekkert rið eða ncitt þvi líkt er innan I honum, er f'ært geri upp í hann. Umhvorfis turninn er virkisvcggr hlaðinn úr mold ; það cr sagt, að hann sé frá Norðmanha dögum. Hæstu liæðir á Man-ey eru 2000 fet vfir sjávarflöt. Sem næst þriðjungr eyjarinnar eða um 150,000 ekrur eru yrkt land. Loftslagið er mjög þægi- legt þar. Sumarið ekki ýkja-heitt, en vetr heldr varla nema að nafninu til. I haust eru fimm ár síðan að þar f'éll snjór. Blóm eins og Hortensia og Fuchsia, sem vér verðum að yrkja í jurtakeram í húsum inni, þróast þar ágætlega árið um kring. Það er svo sem auðvitað að akryrkja og kvikfjárrækt þríf'ast ágætlega á eyju, sem náttúran hefir gert svo vel úr garði. Þá era og fiskiveiðar þýðingarmikill atvinnu- vegr, og kveðr einkurn mikið að síldveið- inni, sem rekin er frá bænum Peel. Ein tekju-uppsprettán fyrir eyjar- skeggja eru sjóböðin, því að það era þús- undir manna, scm sækja þangað til þeirra árlega. ' Iíöfuðborgin þar á eyjunni er Douglas, og þungað koma dagsdaglega ár ið uin kfing þetta 10—12 gufubátar með farþegjá' hvaðanæva frá Stórbretalandi og írlandi; og hávaðinn af þesaumbátum eru mjög stórir, svo að þeir taka svo hundrað- um skiftir af farþegjum. Ferðamenn, sem fara úr bænum og koma í bæinn, skifta líka þúsundum á dag. Það er ekki í Douglas að eins, og í hinum bæjunum, heldr livervetna á eyrini, að það úir og grúir daglega af aðkomufólki, sem virðist ekki liafa annað að gera, en að eyða tímanum á einhvem hátt. Þcir baða sig, litazt um, skemta sér

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.