Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 14

Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 14
G2 ÖLDIN. og þjóna leti sinni þjóna henni svo sem enginn kann að gera, ncma Englendingr, sem er að hvíla sig. Það eru engin vandræði með liúsrúm handa öllu þessu fólki, sem hingað streym- ir. Bærinn Douglas er mestmegnis ekki annað en hótel og gistiliús. Þannig liggr fagrt stræti fram með ströndinni, og að eins bygt öðrum megin ; það er nær enska mílu á lengd ; en því nær hvert hús í því stræti er hótel eða gistihús. Hinum meg- in þessa strætis eru bcztu baðhús eyjar- innar. Öll ströndin fram með sjónum er alsctt smá-húsum, sem hvert er á fjórum hjólum. Sá sem vili baða sig, fer inn í eitt af þessum hjólhúsum og klæðir sig úr fötunum, og svo er húsinu ckið út í sjóinn. Það er óþekt þar að baða sig í baðkeri. Sá, sem þetta ritar, kom að eins á eyj- una sem ferðamaðr á hraðri ferð, og því eru þessar línur miklu styttri og ófróðlegri en vera skyldi. [Eftir “Landsbladet” ( Kristiania]. ELZTA ÞJÓÐVELDI í HEIMI. Það er líkiega margr maðr, sem veit ckki, að innan endimarka konungsríkis- ins Ítalíu liggr ofrlítið óháð þjóðveldi — elzta þjóðveldið þeirra, sem nú eru uppi í heimi; hefir staðið að minsta kosti um 1400 ár, og er alveg óliáð Ítalíu og öllum öðrum ríkjum bæði að löggjöf, stjórn, íjármálum og hermálum. Löggjafarvaldið er í liöndum þings, sem er í tveim. deild- um, og heita þær stóra'ráðið (60 meðlimir) og litla ráðið (12 meðlimir). Framkvæmd- arvaldið er í liöndum tveggja ræðismanna, eða forseta þjóðveldisins, og nefnast þeir capitani regienti; þeir eru kosnir til miss- iris í senn, hvern 1. Apríl og 1. Octóber. Þjóðveldið er alt liðlega 30 ferh. mílur enskar að ummáli (80 ferh. kílómeter), og íbúar um 8000. Það hefir fastan her, 50 manns; en getr boðið út á ófriðartímum 950 manns. Það heflr peningasláttu fyrir sig, en slær að eins koparpeninga; það .heflr og sórstök póstfrímerki fyrir sig, og cru þau fágæt og dýrmæt meðal frímerkja- safnenda. Ríkið leggr á skatta og ber sjálft gjöld sín að öllu leyti, enda greiðir enga lvðskyldu, livorki til Ítalíu nó neins annars ríkis. En eftir samningum nýtr það sérstaklega verndar Italíu, cn greiðir ekkert fyrir það. Það má geta þess sem dæmis upp á það, live gersamlega það er óháð Ítalíu, að það eru örfá ár siðan að samningar komust á milli þjóðveldis þessa og Ítalíu um framsal sakamanna. Fyrir þann tíma var það alltítt, að sakamenn frá Italíu, einkum strokumenn úr hemum í- talska, flyktust þangað, og þótti þjóðveld- inu nóg um fjöldann af slíkum gestum og var því sjálffúst að gera framsals-samninga. —Nú er verið að reisa þar stórt og skraut- legt stjórnarliús úr marmara; þar á þing- ið að sitja, og stjórnin að hafa allar skrif- stofur sínar. Tekjur ríkisins vóru fyrir svo sem 10 árum 112,000 frankar, en gjöldin 109,000 fr. Nú eru tekjurnar tæp- ir !$30,000 (£ 6,000 eða 108,000 krónur), en gjöldin í við minni. Ríkisskuldir eru engar, og ríkið leggr heldr upp peninga, en hitt; er það líklega annað ríkið í heimi, sem hefir sj ílft forráð fjár síns og leggr upp peninga; hitt er ísland, scm er þó ekki sjálfstætt ríki, en heflr fult fjárfor- ræði. Af tekjum þjóðveldisins er þrið- jungnum varið til þingsins og landstjóm- arinnar, þriðjung til að launa embættis- mönnum utan hersins, en þriðjungnum er varið til hersins. Þjóðveldið fær nær all- ar tekjur sínar af tveimr tolluin, sait-tolii og tóbaks-tolli. Höfuðborgin heitir San Marino, og heflr 4000 íbúa; hún liggr & fjallinu Titan, enda liggr þjóðveldið alt á fjallhæð, um 2000 fet yfir sjávarmál, nær því í beint vestr frá Florenz, eittlivað 10 mílur cnskar frá Adría-hafl, enda sér út yfir liafið úr þjóðveldinu. Þar er einkarfagrt landslag og útsýni eitt ið inndælasta. [N, Y. “Even. Tost” eftir Lonclon “Graphic”].

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.