Öldin - 01.07.1893, Síða 17

Öldin - 01.07.1893, Síða 17
ÖLDIN. 65 Sögor herlæknisins EFTIR Zaeharias Topelius. GUSTAF AÐÓLF OG ÞRJÁTÍU- ÁRA-STRÍÐIÐ I. íslenzk þýðing eftir Matthías Joghumsson. II. Nafnlaus öðlingr. Þegar í dögun 8. September var uppi fótr og fit í sænsku herbúðunum og flestir kátir. Sigrinn var óyggjandi og úr öllum áttum bárust fréttir af keisarahernum, að liann hefði gjörsamlega sundrtvístrast. Konungr lét nokkurn hlut hestliðsins elta óvinaflóttann, en á meðan liaf'ði hinn her- inn þann skemtistarfa, að ræna og rupla í herbúðum Tillys, og var lierfanginu skift í reglulega hluti. Margr maðr varð þá auðmaðr og síðan alla æíi. Alt var á tjá og tundri; föllnum mönnum voru teknar grafir en inir sáni gleymdu verkjum sín- um. Gjörvöll sléttan úði og grúði þennan bjarta morgun af syngjandi og sigrhrós- andi hersveitum, sumum ríðandi, sumum gangandi, og ættu orð skáldsins Beskows nokkurs staðar við, þá áttu þau við þar: “Loftið var þeim svalt af sigrfánum”, Konungrinn hafði liafst við í vagni um núttina. Þegar hann hafði lesið bæn sína og skipað fyrir hvað starfa skyldi um daginn, lét hann kalla fyrir sig ýmsa þá menn, er bezt höfðu fram gengið. Fengu þar margir stórsæmdir fyrir afreksverk sín. En æðri allri umbun var ánægjan moð sjálfum sér og þakklæti hetjunnar miklu, sem öll Norðrálfan hafði nú lært að undrast. Einn þeirra, sem kvaddir voru til að mæta sérstaklega, var ungmenni það, sem mest kemr við sögu þessa. Gústaf Bertila var þá tvítugr að aldri; sló honum nú hjartað harðara í brjósti, en á meðan bar- daginn var sem óðastr deginum áðr. Hann grunaði að sönnu, að konungr myndi ekki gefa sér það að sök, að hann hafði brotið reglurnar í miðri orustunni, svo vel þekti hann göfuglyndi hans, en þó roðnaði hann ýmist eða folnaði af óvissu sinni um þenn- an konungs fund, enda var það ékki lítill sómi, að vera kallaðr af konungi sjálfum. Konungr hafði látið reisa tjald sitt undir álmtró einu háu hjá Gross Wetteriz, því að hvert hús þar í nágrenninu hafði verið brent eða sundrskotið af vinum eða óvinum. Bertila beið nú fyrst hálfa stund úti fyrir, en var þá vísað inn í tjaldið. Gústaf Aðólf sat á tjaldstóli og studdi handleggina á borði, alsettu skjölum og uppdráttum. Hann var bæði hár vexti og þrekinn og inn nærskomi panzari hans gerði hann enn þá gildari og reknari sýn- um. I því Bertila kom inn hóf konungr in mildu cn björtu augu upp frá dagsskip- un, sem hann hafði undirskrifað, og virti skarplega fyrir sér inn unga liestliða. Gústaf Aðólf var mjög nærsýnn; það var eins og hann þyrfti áreynslu til að þekkja menn aftr, og gaf það svip hans, gagnvart miðr kunnugum mönnum nokkurs konar hörku, sem þó óðara rénaði og hvarf. „Þú heitir Bertila,“ mælti konungr, eins og vildi hann vera viss um, að hann hefði tekið rétt eftir daginn fyrir. „Já, herra konungr.“ „Hve gamall ertu ?“ „Tuttugu ára.“ Konungr horfði livast á hann með efa- svip. „Þú ert sonr Bertila?“ Inn ungi maðr laut og roðnaði. „Það er kynlegt.“ Konungr mælti þetta eins og ósjálfrátt og sem hann gleymdi sér af djúpri hugsun. Síðan segir hann með fjöri : „Hví hefir þú ekki leitað fundar míns

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.