Öldin - 01.07.1893, Page 22
70
ÖLDIN.
þurfið hvíldar. Leyfið mér að sjá sár yð-
ar ; þór eruð sár á höfði“.
„Smáskeina, dóttir, smáskeina! Hver
hugsar um mig ? Eg hlýt óðara að fram
halda lengra, óðara lengra — til Aschaffen
horg, sem er víggirt“.
„Mig uggir að það sé um seinan“,
svaraði greifinn, sem horfði út um glugg-
ann yfir fljótið og hæinn.
„Heilaga María! Era þeir þegar
komnir!“ Jesúmunkrinn og jungfrúin
flýttu sér út að glugganum. Kvöldsólin
sendi síðustu geislana yfir Wurtzhorg og
sveitina. Hestliðssveitir voru á harðri
reið eftir strætunum, og á leiðinni upp til
kastalans sást stórhópr af hæjarfólkinu,
munkum og nunnum, konum og börnum
á ferðinni með fulla farangrsvagna með
búshluti, flýði alt, sem vetlingi gat valdið.
Hinu megin, Sweinfurter megin við hæinn,
fyrir austan fljótið, s.íst til riddaraflokks,
sem hæði sótti fram varlega og djarfiega,
og mátti þar auðveldlega þekkja ferða-
brodd sænska hersins.
“Maledicti Fennones /” æfti munkrinn,
og hrá óseyjanlegum heiftarhrolli á hans
helhleika andlit. “Þessir villumenn hafa
vængi. Mætti þó jörðin gleypa þá lif-
andi!” Að svo mæltu skundaði hann að
skipa sjálfr fyrir, liversu verja skyldi höll-
ina.
Byskupssetr þetta, sem líka nefnist
Maríuhorg, gnæfir með sínum gömlu múr-
veggjum á hæð einni á hægri bökkum
Main-fijótsins. Fljótsmegin er þverbrattr
hamar, en hinu megin er halli og auðvelt
aðgöngu. Þar stóð vígi, í laginu sem
hálfr máni, og skyldi það verja borghliðið.
Þegar óvinimir höfðu þi hindran sigrað,
heið þeirra g”yfj;i mikil inni fyrir, grafin
niðr í bergið, og kæmist þeir yfir hana,
varð fyrir þeim hæsti hliðveggr kastal-
ans, alskipaðr hrynjuðum hermönnum, sem
hiðu húnir að hleypa afþungum tinnu-
hyssum, ellegar, ef enn nær væri gengið,
að leggja menn gcgn með atgeiruin, elleg-
ar að mvlja þá með grjóti, sem horið var
saman á múrnum. Og þegar þar við hæt-
ist, að eina leiðin yfir fljótið var ein ein-
asta mjó hrú, og að 48 fallbyssur vörðu
gjörvallan hæinn og sveitina víðsvegar
umhverfis hann, er það auðsætt, að Keller
í hroddi 1500 manna og með mesta vista-
forða gat með fylstu ástæðu beðið biskup-
inn, þegar hann fór, að vera góðrar vonar.
En gústaf Aðólf hafði líka fyllstu á-
stæðu til að taka þennun kastala, hvað
sem kostaði. Tilly hafði aftr safnað nýj-
um her hvaðanæfa frá og var nú, fúm vik-
um eftir hardagann við Breitenfeld, á leið
frá Hessen í miklum vígahug, hafði 30,000
manna og skundaði fram til liðs við Wurtz-
horg. Konungr skoraði á staðinn að gefast
upp og tók þegar farstaði alla, en þá hall-
aði degi og varð að fresta áhlaupinu. Morg-
uninn eftir gafst hærinn upp. En Keller
notaði nætrmyrkrið, flutti allan liðstyrk
sinn, fjölda flóttamanna og stórmikinn far-
angr upp á kastalann, og sprengdi síðan
tvo hoga á hrúnni yfir fljótið, og stöðvaði
svo óvini sína. En hverfum nú aftr til
hallarinnar. Þessa nótt hafði engum nema
unghörnum komið svefn á auga í hyskups-
höllinni. Sí og æ komu nýjir hópar af
dátum, munkum og konum; ávalt skrölti í
borgliliðinu af vögnunum; hvelfingarnar
bergmáluðu köllin í varðmönnunum, skip-
anir fyrirliðanna og og grátinn í börnun-
um, og innan um þessi ólæti heyrðist söngr
munkanna frá kapellunni, þar sem þeir
vóru að ákalla ina heilögu guðsmóðr og
aðra dýrlinga, og hiðja um varðveizlu
þeirra fyrir kastalann, ið sterkasta vernd-
arskjól kaþólskra manna í öllu Franka-
iandinu.
Til þess að rýma til fyrir þessum
mannsæg hafði jungfrú Regína látið heim-
il herbergi sj,dfs hyskupsins, og sömuleiðis
tvær skrautlegar stofur, er hún sjáif bjó í
neðst í höllinni, og liafði flutzt með þern-
um sínum upp í tvo klefa í eystra turninum.
Kom það fyrir ekki, að henni var sagt, að
þar myndu skoteldar óvinanna fyrst
kveykja f. Hún nant héðan ins bezta út-