Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 23
ÖLDIN.
71
sýnis úr öllum kastalanum og vildi þeim
því ekki sleppa. “Meinið mér ekki þess,”
sagði hún við munkinn, þegar hann aðvar-
aði hana. “Ég vil sjá, hversu villumönn-
unum fer að hlæða, og sj& þá falla fyrir
fallbyssum vorum; það verðr dýrleg sjón!”
“Amen,” sagði Pa,ter Hieronymus. “Þú
veist, ddttir góð, að höll þessi er varin af
tveimr máttugum Mariumyndum, og er
önnur úr gulli, en önnur er úr gylltu tré.
Ég vil hengja trémyndina upp i herbergi
þínu, það mun bæjga kúlunum í'ríi tumin-
um þínum.”
Óðara en dagr rann, stóð Regína við
turngluggann sinn litla. Það var Ijóm-
andi fögr sjón, að sjá þegar sólin rannupp
á inum haustleitu háisum með vínekrumar
enn þá hvanngrænar, en Mainfljótið rann
þar í bugðum í morgundýrðinni eins og
skínandi gull- og silfrband. Niðri í bæn-
um var alt á hreyfingu. Fjórar herdeildir
af sænsku fótgönguliði æddu inn með blakt-
andi fána og bumbur og básúnur; mitti
glöggt sjá, hvernig pansararnir blikuðu
í sólskininu og Qaðrskúfar foringjanna
bifðust fyrir vindinum. Ótti og undrun
háðu hólmgöngu í hjarta innar ungu
meyjar.
“Líttu á,” mælti hún við Katrínu,
“líttu á riddarana tvo þarna með gula
pansara í ferðabroddi villumanna liðsins!”
“En hvað þeir era drengilegir til að
sjá! Nú beygja þeir fyrir hornið á stræt-
inu — þar koma þeir aftr ! Lítið á, hversu
allir hliðra til fyrir þeim.”
“Kalla þú á Friðrik greifa; hann lieflr
verið yfir hálfan mánuð í herbúðum Sví-
anna og þekkir helztu höfðingja þeirra.”
Greifinn, sem ekki gat tekið þátt í
vörn hallarinnar sakir sáranna, var feg-
inn boði jungfrúarinnar. Nú vóru Svíar
búnir að taka bæjinn og hvörfluðu nú hóp-
ar af þeim um fljótsbakkann og við
sprengdu brúna. I sama bili hófu fall-
byssur kastalans sönglistina. Hér og þar
laust niðr kúlu, þar sem Svíar stóðu, og
reyndu þeir til að fá sér skjól bak við
húsin á bakkanum.
“Heilaga María! Þar f'éll einn maðr-
inn og stendr ekki upp aftr !” æpti Katrín,
og gat ekki dulið meðaumkun sína.
“Sé hann sankti Fransiskr lofaðr!
Þar fækkaði um einn villumanninn í ver-
öldinni,” sagði Doroþea gamla, f'óstra Re-
gínu, sem séra Hieronymus hafði sett til
þess, að vaka yfir hverju hennar fótmáli.
“En það er óttalegt, að skjóta menn til
bana!”
Friðrik greifl brosti við ogmælti: “Þá
hefðuð þér, jungfrú Katrín, átt að sjá víg-
völlinn við Breitenfeld. Níu þúsundir
fallnir!”
“Það er viðbjóðslegt!”
“Getið þér sagt mér, greifl, hverjir
þeir riddarar eru, sem þarna nema staðar
í miðri skothríðinni, og virðast vera að
njósna um ásigkomulag kastalans ?”
“Afsalcið mig, fagra frændkona ; púðr-
reykrinn tekr að varna víðsýnisins. Þessir
riddarar— eins og ég lifl er það .sjálfr
konungrinn og greiflnn Pehr Brahe. Mér
þykir ílt þeirra vegna, ef séra Hieronymus
skyldi þekkja þá, því þá myndi hann láta
miða öllum borgarinnar byssumbeint þá.”
Eftir þessi orð, læddist Dóróþea gamla
út úr stofunni.
“Hvað sögðuð þér, frændi, þykir yðr
ilt vegna villu-kóngsins ?”
“Hversvegna brennr yðr eldr úr aug-
um, fagra Regína, þótt ég segði svo ? Skilj-
ið þér ekki, þér, sem eruð svo göfuglynd
og viðkvæm í lund, að manni er leyfilegt
að sýna hluttekningarsemi hraustum og
hæverskum óvini. Konungr þeirra Sví-
anna, er hetja mikil, sem verðslculdar vora
aðdáun engu síðr en heiftir vorar oghatr.”
“Ég skil yðr ekki, villutrúai’maðr !”
“Skaparinn fyrirbjóði, að þér nokkru
sinni fáið að sjí hann innan þessara múra,
en þá munduð þér skilja mig -------nú nú,
þeir ætla að steypa sér yflr brúna; þeir
varpa bjálkum yfir bogagötin ! Það er
fífldirfska!”