Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 24
ÖLDIN.
• 72
“Þar féllu fjórir í einu!” æfti Katrln.
r
“Eg þekki þá gjörla,” æfti greifinn og
æstist æ meir við orustugnýinn, sem tekinn
var að hrista kastalamárana, “ég þekki
þá, það eru Skotarnir. Það eru ekki til
hraustari menn í öllum Svíaher. Skotar
og Finnar eru flvalt fremstir, þar sem mest
er mannraunin.”
“Nei, lítið á, frændi! Skotarnir yðar
hopa undan, þeir þora ekki að hætta til ins
voðalega hlaups!”
“Þar þarf meira til en mennskra
manna hugrekki. 24 fet undir inum ör-
mjóa bjálka ólgar fljótið.”
“Tveir grannvaxnir fyrirliðar stökkva
út á bjálkann.”
“Það eru bræðurnir Romsay, báðir
kornungir menn. Eg þekki þá á blóa silki-
bandinu þeiri'a, þeir unna biðir sömukonu
og bera hennar iit, en unna þó hvoröðrum
engu miðr.”
“Guð varðveiti þi! — Æ María, þá
in heilaga, þetta er liræðilegt að sji.”
Katrín brá lxöndum fyrir andlit sér. Óðai-a
en inir hugpráðu Skotar höfðu náðmiðjum
bljxlkanum, sáust þeir riða til falls, missa
síðan jafnvægið og steypast niðr í fijótið.
Rétt á eftir sázt hvar þeir stríddu í iðunni.
En brátt hittu þá kálur óvina þeirra, fór
þeim þá að förlast sundið, því herklæðin
drógu þá niðr. Á næsta augabragði lukt-
ist fljótið saman yfir þessum riddai’aiegu
æskumönnum.
“Þér leizt áðan svo vcl á ófriðinn,”
sagði Regína kuldalega, en lijarta hennar
var samt heitt og barðist ákaflega.
“Já, á fögru riddai-ana, hljóðfærin og
veizluhöldin, en ekki á þetta,” æf'ti Katfín
grátandi.
“Skotamir hopa!” kallaði ein þernan.
“Já,” sagði greifinn áhyggjulegr, “en
Svíarnir eru að byrja yfirför á bátum.”
“Skotarnir hlaupa aftr út á bjálkann.”
“Það hugsaði ég lengi,” svaraði gi’eif-
inn. “Guð hjájpi til, þeir komast yfir; þeir
taka sér stöðu á bakkanum, Vorir menn
eru að gera úthlarp!”
“Farið þér gætilega, jungfrú Regína,
beygið yðr ekki út úr glugganum, Inir
sænsku miða byssunum á turninn.”
“Eruð þér hi’æddr, greifi ?” mælti Re-
gína brosandi.
Greifinn kafroðnaði. “Ég þykist
hafa sýnt og sannað ið gagnstæða. Illustið
þér til, og þá munuð þér heyra æ annað
veifið dunur, sem þér vitið ekki hvar af
koma, og hrun eins og eftir smágrjót. Eg
skal segja yðr hvað það er. Það eru falh
byssukúlui’, júngfrú góð. Þér mynduð
heyra betr þeirra, sönglyst, ef hávaðinn
gjörði yðr ekki daufa. Síðan fyrir hálfi’i
stundu hafa þær verið að rífa hvert stykki
á fætr öðru úr turnmúrnum og sífelt á sama
stað. Það era ekki siki’ki’inglur, kæra
frænka ; þessir Svíarnir hafa lært listixxa af
sjálfum töfra-veiðimanninum.”
“Munduð þér trúa því —”
“Að Svíarnir ætli sér að skjóta niðr
þennan turn til þess að fylla kastaladýkið
með því sem hrynr ? Já, frænka, og ég
trúi því að þeim takist það. Yðr er hér
ekki óhætt eitt augnablík f'ramar; þérliljót-
ið héðan að fara.”
“Undireins, náðugi herra, undireins!
Komið, jungfrú !” kallaði Katrín og vildi
toga húsmóðir sína burt með sér. En Re-
gína var æst í skapi. Iíún var vön við að
skipa, öðram, og þó gjörði, ef til vill, meira
að verkum þrályndið í hennar gjörsamlega
íindstæðiiegu lund, sem fléttaðist saman við
ti’úarofsann, þann er Hieronymus hafði inn-
rætt henni f'rá blautu barnsbeini. Hún
hörfaði aftr á bak, þreif ina gyltu Maríu-
mynd, er munkrinn gaf henni til vamar,
og nam staðar úti í gluggaskotinu. “Far!”
sagði hún, .“ef þér erað svo trúarveikr, að
þér efist um varðveizlu dýrðlinganna. Ég
verð hér kyr og kúlur villumannanna skulu
ekkei’t megna móti------” Jungfrú Re-
gína var ekki búin að segja það sem hún
hugsaði þegar kúla small á turnveggnum
á ská og braut slcai’ð í gluggatóttina að
utanvexðu. Stói’fjúk kom inn gegnum
gluggann af möl og lcalki, steyfti um koll