Öldin - 01.07.1893, Síða 26

Öldin - 01.07.1893, Síða 26
74 ÖLDIN. ins dauðastryt var á enda. Inir örmæddn liðsmenn fóru nfi að endrnæra sig á mat og drykk og Keller lét skenkja þeim dýrmætt vín til iiressingar. Jdmfrú Kegina hafði flúið niðr í herbergi sín og Friðrik greifi var genginn til hvílu. Bráðum heyrðist hvergi annað hljóð í kastalanum en kall varðmannanna, þegar þeir skiptust um vörðinn, og þar saman við ómr af klúrum kviðlingum, sem druknir dátar voru að syngja, eða óm frá veizlunni, sem Keller hélt fyrirliðum sínum í vopnasalnum. En í inni skrautlegu hallarkapellu uppi 4 sjálfu háaltarinu stóðu gulllíkneski Ma.ríu meyjar og frelsara.ns, en postulanna þa,r utar frá úr silfri. Ottusöngrinn var á enda og munkamir höfðu gengið sumir til sængr en sumir til vínbikaranna. Einungis einn var enn þá á ferli, og ki’aup nú við altarið, og frá lampanum, sem aldrei sloknaði lagði bjarma á ið náföla andlit Jesúmunksins. „Heilaga inær,“ mælti ha,nn biðjandi, „fyrirgef þú þínum þræli, að hann dirfist að útrétta sína hönd og ræna skrúðafaldi þinnar gulinu skykkju. O sanktissima, þú veizt að það er gert í góðum og helgum tilgangi, til þess að fella svarinn óvin heil- agrar kyrkju, inn mikla villukonung, sem inir heiðnu Finnar hafa með guðlausum göldrum brynjað mót sverðum og kúlum rétttrúnaðarmanna. Yirstu nú að láta gull það, er ég klippi nú af kápu þinnar dýrðar, verða þér sjálfri til vegsemdar, og gegnum smjúga ið sauruga bjarta villukonungsins ; skal ég því heita þér, heilaga María, að gefa þér í þess stað, sem þú nú lætr, dýran skrúða úr flöjeli og ekta perlum, og láta nótt og nýtan dag logagylt vaxkerti ioga frammi fyrir mynd þinni. Ameti!“ Þegar séra Hieronymus hafði lokið þessari bæn sinni, leit hann upp skjálfandi og sýndist honum ekki betr, en að myndin, sem skein móti lampanum, kinkaði kolli, sem heyrði María þessa blindninnar bæna- gerð. IV. JUNGFBtí ReöINA VINNB EIÐINN. Næsti dagr eftir það, sem nú var frá sagt, var heitr og mannskæðr. S'víar skutu á kastalann með me^ta ákafa og grófu ganggrafir alt undir veggi hans. En hins vegar vörðust keisarans menn hráust- lega. Hver stundin var hvorum tveggja dýr ; innan fárra daga myndi Tilly vera kominn að baki Gústafs, Svíaher til bein- ustu eyðileggingar, en bráðrar bjargar in- um umsetnu mönnum. Jungfrú Regína og þernur hennar vóru nú innilukta.r í höllinni og höfðu nú útsýni miklu verra. En því meira höfðu þær að starfa. Sí og æ óx fjöldi sárra manna, er annast þurfti. In unga mær gekk eins og góðr engill frá einum beð til annars í inum mikla vopnasal, þar sem inir sáru fengu rúm. Hönd hennar hellti viðsmjöri í sár þeirra, og hennar mildu orð veittu huggun hverju þjarta. Hún talaði um ið helga málefni, sem þeim blæddi fyrir; hún hét þeim, sem yrðu á lífi, gulli og gæfu, en hinum, sem félli, eilífri sælu. Skotþruman hristi inn forna kastala, svo var hún áköf. Jungfrú Regínu kom það í hug, að liún hefði gleymt talna- bandi sínu uppi í turninum, því að þess þurfti hún nú við bænalestr inna særðu. Hún var komin út á þröskuld vopnasals- ins, en því varð svo mikill brestr, að kastalinn allr frá grunni skalf og titraði. Hún fölnaði upp af ótta og nam staðar, en í því stökk inn greifinn af Lichtenstein. „Hvað gekk á?“ spurði jungfrúin. „Þakkið þér dýrlingunum, jungfrú, að þér fylgduð heilræði vinar yðar. Tum- inn er hruninn !“ „Og nú er úti um oss?“ „Elcki enn. Svíar gjörðu ráð fyrir að kastaladíkið myndi fyllast, þegar turninn hryndi. En hann hefir lirunið inn á við. Fjandmenn vorir virðast vilja storma*. * o: hlaupa á veggi eða vígi með hög-g- orustu.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.