Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 27

Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 27
OLDIN. Gakk hingað að glugganum; héðan sjáum við hallarmúrinn. Lítið á séra Hierony- mus! Hann liggr þar á knjám við miklu fallhyssuna. Eg skal veðja um, að hann hefir fengið Svíakonunginn í færi.“ Greifinn hafði getið rétt. Jesúítinn hvesti hauksnör augun á samá depilinn, og inar þunnu varir hans voru sí og æ að tauta sömu bænirnar. Njósnaraugu hans höfðu aftr þekt konunginn, þar sem hann sat á hesti eins og inn fyrra dag við hlið Braha; voru þeir nú við yzta vígið. Mal- arbarð eitt hlífði þeim við smáskotum, en það var ónýtt vlgi fyrir stórskotum. Séra Hieronymus reiddi sig nú á blýkúlu þá ina miklu, er hann hafði steypt utan um gull- ið af skykkju Maríu meyjar. Hann laut niðr til að laga byssuna, augasteinar hans urpust saman, en nasirnar flenntust af heyptarhug og bænirnar fóllu í boðaföllum af vönnn hans — nú rétti hann úr sér skyndilega, sveiflaði tundrinu í kross og hleypti af. Glóð og reykr brauzt út úr fallstykkinu. Heift og hamfarir! Þegar reykrinn sveif frá, sáust riddararnir heilir á húfi hopa til hliðar. En það eina sinni hafði Gústaf Adolf átt lítið eftir, því kúlan kom á malarbarðið hjá honum og huldi hann allan og félaga hans þykku rykskýi. Jesúmunkrinn flýtti sér niðr af múrn- um, úrvinda og í illu skapi. „Bíð þú, Belíals kóngr!“ tautaði hann við sjálfan sig. „Eitthvert annað sinn tekst mér að stela hringnum, sem hlíflr þér, og vei þér þá !“ Nú skipaði konungr að storma skyldi útvígi kastalans. Þeir Axel Lilja, Axel Ramsay og Hamilton sóttu fram með sínar sveitir. Þar voru ótrúlegar torfærur fyrir. Þeir ui’ðu að klifra upp hamarinn í kúlu- liríðinni, stökkva síðan yfir díkið og klifi’a loks upp vii’kisvegginn. Fremstir alli’a óðu fram Austurbotnsmenn og Skotarnir; hélt þar ekki við, er þeir fói’U. Sáu meixn þá, er fi emstir gengu, falla með spi’engd eða klofin höfuðin, en ina næstu klifa yflr þá með sverð sín milli texnnanna. Kon- 75 ungr sjálfr reið svo nænri, sem hann mátti, til þess að eggja fram menn sína. Byssu- kúla reif sundr leðrhanzka á hendi hans, en særði hann ekki. Því trúði alþýða að Gústaf Adolf biti hvorkijárn eða blý. Eftir tveggja stunda skæða hríð höfðu Skotar og Finnar náð vígjunum, en hinir hopuðu inn í lcastalann. Þá var síðari hluti dags um fjórðu stund. Eftir þennan sigr tóku Svíar sér fá- einna tíma hvíld. Var þá haldin ráðstefna, og ákveðið, að næsta morgun skyldi liin fi’æga bláa og gula herdeild stoi-ma höllina. Austurbotnsmenn voi’u til kjörnir af kon- ungi að ganga fremstir í þessa í’aun, en Skotar, sem mist höfðu fjölda liðs, skyldu þá hvíla sig. Sagan bætir því við, að kappanum Hamilton hafi þótt þessari vorkunnsemi fylgja svo mikil sneypa fyrir sig, að hann hafl þegar í stað beiðzt orlofs og yfirgefið hei’inn. Hagr kastalans manna var hvergi nærri enn kominn í óvænt efni. Þeir höfðu nálægt þúsundi vopnfæri’a manna, og þui’ftu þeir nú síður að skifta því liði, er tekin voi’u útvígin. En þeir höfðu mist trúna á sigi’inn, og það tjón munaði þá meiru en vígin. Keller reyndi að tala kjark í þá, en það tókst ekki. Ekki stoð- aði heldr, að munkarnir gengu í prósessíu eftir veggjunum og báru ið gylta Mai’íu- líkneski. Þegar myrkt var orðið, var alt orðið í uppnámi, liðsmenn hlýddu ekki framar skipunum, en sumir þeir, sem deig- astir voi’u, héldu í’áðum sín á milli, hvei’su þeir mætti undan komast og strjúka í myrkrinu. Um xniðnætti lá jungfrú Regína á knjánum fyrir altari hallarkirk junnar og baðst fyrir heitt og hjartnæmilega og hét á líkneski guðsmóðurinnar. „Heiiaga Maria!“ mælti hún, „varð- veittu höll þessa, varðveittu þína kaþólsku ti’ú móti trúarvillingunum. En sé það vilji þinn, að þessi boi-g falli, gott og vel! láttu þá óvini vora og þína vei’ða undir rústum hennar, og allra helzt þenna óguð-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.