Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 31

Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 31
ÖLDIN. 79 frúnni að fara, ef hún vildi, til bysknpsins móðrbróðr síus og seldi henui full grið. Jungfrúin þ&ði ekki boðið, sakir þess, að vegir allir voru þ& svo ótryggir, heldr kaus . húu sér að dvelja fyrst um sinn á valdi konungs og undir hans hlifiskyldi. Gústaf Aðólf leyfði henni það, en þó sagði hann brosandi við markgreifann af Baden, sem reið við hlið hans : „Mér er ekki mikið um slíkt, yngisfrúrnar eru munaðarvara í lierliúðum og ragla höfðunum á fánasvein- um mínum. Nú, hún getr fylgt mér til Frankfurt í gisling, því að með því bind ég hendr á byskupinum.11 „Þör kunnið, herra konungr, þá lyst að taka alla fangaða, það gerir yðar göfug- lyndi,“ svaraði markgreifinn, sem dável kunni kurteisina. „Lautenant Bertel,“ kallaði konungr og sneri sér að ungum fyrirliða, sem kom með Finnska riddarasveit rétt á eftir. „Eg fel yður á hendr juugfrú Emmeriz, að þér verndið hana. Hún fær frelsi til að hafa hjá sér eina konu roskna, unga þernu og skriftaföður sinu. Gætið yðar nú, lauten- ant, að jungfrúin hertaki yðr ekki, en, umfram allt, haflð vakanda auga á munkin- um, þeim piltum skyldi enginn trúa.’1 Bertel laut konungi, en þagði. „Eun cr eitt,“ sagði konungr, „ég hefl ekki gleymt því, að þér voruð fyrsti maðrinn, sem náði inngöngu í kastalann. Þegar þér haflð komið jungfrúnni vel fyr- ir, mætið þér til þjónustu við lífvörð minn. Hafið þéi' skilið mig ?“ „Já, herra kouungr.11 „Vel er þá.“ Síðau sneri konungr sér að markgreif- anum og sagði brosandi: „Það inegið þér vita, að elcki hefði verið liættulaust að trúa Svíunum mínum fyrir þessari dökk- eygu og fi'íðu drós, þeir liafa svo heitt blóðið. Þessi piltur er Finni, en þeir eru inir mestu stiilingarmenn, sem ég þekki, ónýtir ástamenn ; það kviknar ekki í þeiin fyr en eftir heilt ár. Ein smámey getr rekið þá á flótta á dansgólfii.u, en þurfl þeir að berjast við hann Pappenheim, þá sæuð þér, herra markgreifi, til hvers þeir duga.“ Fram eftir öllu því hausti hélt Gústaf Adolf áfram að vinna hvern sigrinn eftir annan. Tilly hafði orðið of seiuu til hjálp- ar Wurtzborg, ogþorði nú ekki að leggja til orustu, en var orðinn þreyttr á sífeidum smá-ósigrum, og dró sig nú undan suðr á landamæri Bajaralands. Gústaf hélt niðr með Main, brauzt inn í Aschaffenborg og neyddi ina varkáru borg Frarikfurt til að opna hlið sín. Iun 6. Október náði lion- ungr með valdi yflrför yflr Rínfljótið við Appenheim, og 9. dag Desember braust hann inn í borgina Mainz, sem Spánverj- inn de Sylva hafði heitstrengt að verja í móti þremr konungum frá Svíþjóð. Höfðu þá Svíar farið herslcildi yflr gjörvalt norðr- og vestr.Þýzkaland og la,gt alt undir sig, og kaus nú sigrvegarin u Frankfurt fyrir vetraraðsetr sitt. Hér safnaðist utan um hetjuna in skrautlegasta hirð; hér var það, að smjaðrið vildi fyrir tímann prýða höfuð Gústafs með keisarakórónunui; hing- að var það að Marla drottning Eleónóra þaut á vængjum ástar og eftirlöngunar til þess að umfaðma bónda sinn. Kouungr reið í móti henni, og í Hanau, er þau liitt- ust, faðmaði hún hann að sér og sagði: „Loksins er þá Gustaf Adolf hiun mikli fangaðr!“ Einhvern dag í December- mánaðarlok 1631 hélt konungr hirðveizlu mikla til sæmdar drottningu sinni, er þá var ný komiu. Manngrúi m'ikill hafði flykkzt saman úti fyrir höllinni, en svo ljómuðu Ijósin gegnum ina liáu og hvelfdu hallarglugga, að allt umhverfis var sem dagsbirta. Vín og munngát stóð þar í fullum ámum hauda hverjum sem hafa vildi, og hrundu þar hverjir öðrum, verka- menn og liðsmenn, kringum hanana á tunnunum og tæmdu ker sín óðara en f'yllt voru. Þeir Fraukfurtarmenn réðu sér varla, svo fannst þeim mikið um inn ágæta konung. Kunni þar hver öðrum að segja dæmi um mildi hans og réttvísi;

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.