Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 32
80
ÖLDIN.
einn liðsmanna hafði hann látið hengja, er
hænu hafði rænt frá einum hæjarmanni;
á einum stað hafði haun numið staðar á
miðju strætinu og átt viðtal við þá, sem
fram hjá gengu. Þóttust þeir nú þekkja
skugga hans, þar sem einhver gekk fyrir
giuggann, þótt rúðurnar væru smáar, og
lék þeim heldr en ekki hugr á að vita
hvort lcóróna þýzka ríkisins yrði ekki sett
á höfuð hans það sama kveld. Inni í hali-
arsölunum var alt fult af konunglegu
skrauti og kurteisi. Gústaf Adolf þekti
hreyskleikahlið konu sinnar, að hún var
skrautgjörn mjög, enda vildi hann þá um
leið sýna höfðingjum Þjóðverja hvað hann
ætti undir sór. Gólfln voru hreidd dýrind-
is glitáhreiðum frá Flandri, en yfir alla
gluggana voru undnir upp purpurarauðir
flöjelsreflar með gulldúskakögri; loftin
voru öll stöfuð gullnu rósaverki og héngu
niðr úr þeim í röðum þungar og stórar
ljósakrónur úr silfri með þúsundum vax-
kertaljósa. Menn höfðu þá nýlokið ein-
hverjum inna fornn, hægfara eu tignar-
legu spænsku dansa, sem inum líkama-
þungu Norðrlandahúum ekki gekk eins
flmlega að stíga eins og inum þýzku og
frönsku aðalsmönnum. Konungr hafði
hoðið konu sinni arm sinn, og reikaði með
henni um ina Ijómandi sali. Ilann var
hæði hár og þrekvaxinn, útlit hans og
íramganga bæði tíguleg og óbrotin, og
vakti því jafnt lotning manna sem þokka.
Þótti hann nú enn þá hærri og karimann-
legri, þar sem hann gekk við hlið innar
grönnu og smávöxnu drottningar sinnar,
sem studdi sig við armlegg hans með inni-
legri hollustu-tryggð. María drottning
hafði þá tvo um þrítugt, og hafði enn þá
haldið inu mesta af fríðleik sínum, sem
svo mörgum hafði fundizt mikið til á
æskuskeiði hennar. Hún hafði svart hár
í lokkum og var þeim hrugðið upp yflr
inum hjörtu gagnaugum hennar, eu á
höfði hennar skein gulldjásn mikið, er
konungr hafði þá nýgefið henni, og var
þnð furðu dýrmæt gersemi. Jlún gat
yarla haft in fögru og hláu augu sín annar-
staðar en á konunginum, svo var ást henn-
av og aðdáun mikil; þótti og svo sem hún
gleymdi sjálfri sér til þess að geta tekið
•fullan þátt í tilbéiðslu annara á manni
hennar. Á eftir þeim fylgdi flest, sem þá
var til á Þýzkalandi af frægð og ágæti, og
Lúthers sið fylgdi. Þar mátti sjá Friðrik
fyrrum Bæheims konung, hertogana af
Weimar og Wurtembergi, landgreifann af
Hessen, markgreifann af Baden-Durlach,
greifana af Wettarau og aði’a ágæta höfð-
ingja og riddara; þar voru ekki færri en
12 sendiherrar útlendra hirða, sem dregist
höfðu að þessum ógnarbíldi allrar Norðr-
álfunnar. Af konungsins eigin mönnum
voru þeir Tott, Banór og Gústaf Horn
annarstaðar í þjónustu ófriðarins, en \ ið
hlið Gústafs konungs mátti sjá mann, mik-
inn eins og hann, einnig að ytri sjón, spek
inginn og snillinginn Axel Oxenstjarna, og
fyrir af'tan hann annan, fölleitan og skarp-
leitan mann, grannleitan og hægan í fari,
en með hauksnörum hershöfðinpjaaugum.
Það var Lénharðr Þorsteinsson ; þar var
cnu inn ríkiláti Fiuni, Witteuberg, sem þá
var lautenantofursti, margir sænsku for-
ingjarnir hinir, og flestir inir flnnsku.
Stálhanzki, Rúth, Forhus og fl. þrifnstekki
vel í viðhöfn hallarsalanna meðal inna há-
velbornu aðalsherra ; þóttu inir hæversku
hirð-siðir all-ófrjálslegir þessum harðvígu
görpuin, og höfðu þeir því snemma dregist
aftr úr og héldu til í minni sölum, en nóg
höfðu þeir til hressingar, því hirðsveinar í
flögelskirtlum gullsaumuðum skenktu þeim
ið skýrasta rínarvín í silfrkemm.
Með þess i skrautlega fjölmenni má
enn fremr telja staðarins ráðherra í Frank-
furt og fjölda ríkismanna úr horginni með
frúm þeirra og dætrum, svo og margar
hefðarkonur aðrar, frá hertogafrúnni til
ráðherra húsfreyjauna, er lítið minna létu
til sín taka. [Frumh.]
Ritstjóri: JÓN Ö.LAFSSON.
Utgefandi: Hkh. Prto. & Puisl. Co,