Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 1
FYLKIR.
* 2ja—3ja arka rit annanhvorn mánuð. *
Um atvinnuYegi, verzlun og réttarfar.
Ráðvendni, starfsemi og tiltrú.
Ritstjóri og útgefandi: FRÍMANN B ARNORÍMSSON.
I. árg.
Akureyri í ágást 1916.
1. heftl.
Til almennings.
Áform mitt og augnamið með stefnu og útgáfu rits þessa er það
að vinna þjóð þessari, sem gaf mér tilveru, ofuriítið gagn þó seint sé,
en ekki það, að afla mér metorða eða auðs.
Rit þetta hefur göngu sína seinna en til var ætlast, ýmsra orsaka
vegna, þó einkum þeirra, að eg átti hvorki ríka vini né efni til að
standa straum af því, og varð að feta mig áfram; en það byrjar, þó
seint sé, vegna þess, að þau blöð og tímarit, sem út eru gefin hér á
landi, hafa öll svo mikið af sínum eigin ritgerðum og fréttum að þau
hafa sjaldan rúm fyrir mikið annað, og svo eru sunnan og austan og
vestan blöðin alt of langt í burtu til að geta verið verulegt málgagn
manna hér norðanlands, enda leita ritstjórar þeirra ekki oft ráða hing-
að og gefa sig því nær eingöngu við »pólitík«, það er innanlands
stjórnmáia þrasi.
Eg kalla ritið Fyikir fremur en Leiðarstjörnu eða Ásrún, sem þó
eru dáfalleg blaðaheiti, máske alt of falleg fyrir þetta rit, vegna þess
að mér finst þetta nafn sæma blaði þessu betur, og geta í öllu falii