Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 42
42
FYLKIR.
f beztu ofnum, og meira en hitamagnið sem 1 kg. beztu steinkola
geymir alls.
Petta von eg að sé öllum læsum og meðal-greindum mönnum
skiljanlegt, og að þar af geti menn reiknað hvaða vinnuafl og hita-
magn felst hér í hverjum læk og hverri á og fljóti, sem fellur hér á
landi enn ónotað til sjávar.
í Svíþjóð er tyrir 4 — 5 árum búið að sýna, að upphitun íveru-
húsa með rafmagni getur orðið fult eins ódýr og upphitun með kol-
um eða öðru eldsneyti. Par keyptu 24 heimili elfíri til upphitunar
á 2 — 6 centime = ll/i—4 aura kw.stundina, sjá bæklingana »Raflýs-
ing og rafhitun Akureyrar*, og »Dugnaður Akureyrar og snilli*, og
blöðin »Cosmos« og »Electricien« 1912. Bærinn keypti Elfírið af
Tröllhettu-félaginu á 0,7 centinie (= */? eyri) kw. st, þ. e. við lægra
verði en kennari F. Olden segir þurfi til að keppa við gas, sjá ofanritað.
Með þessu lýk eg athugasemdum mínum við ritgerðir þeirra, sem
hafa vefengt eða mótmælt því, að rafmagnið geti hér á landi orðið
talsvert ódýrara og hentara en kol, steinolía, gas eða annað eldsneyti
til húsornunar, eldunar, iðju og Ijósa. Framh.
Uppfræðsla og agi hér á Islandi.
Málefni þetta er svo mikils varðandi, að eg voga ekki að rita
neitt nákvæmt um það nú, né fyrr en leiðandi kennimenn, lögfræð-
ingar, dómendur og fræðimenn landsins hafa um það ritað svo Ijóst
og greinilega, að alþýða sjái og skilja hverjir eru helztu gatlarnir á
uppeldi barna og unglinga, og hvaða hættur mæta öllum unglingum
þegar þeir fara að vinna fyrir sér og fara úr föðurhúsum, einkum þeim
sem »mentaveginn« ganga. Einungis vildi eg ympra ögn á þessu máli,
af því það er svo þýðingarmikið fyrir land og þjóð jafnt og fyrir
uppvaxandi kynslóðir, og er mér sjálfum svo hugðnæmt; þó ekki væri
til annars en til að minna unga menn og stúlkur á dýrmæti lífsins,
tímans, sem þau eiga nú ráð á, en sem aldrei kemur aftur, og aðvara
unga mentavini við því að kasta sér vinalausir og verjulausir í ólgu-
sjó mannlífsins meðal erlendra þjóða.