Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 20
20
FYLKIR.
áeggjun »kastað mér í sorpið«, þannig að hún hafði rofið alla samn-
inga, sem hún hafði gert við mig 8. maí 1886, og gert mér ómögu-
legt að prenta bók þá, sem hún hafði lofað að gefa út, og sem E.
H. hafði sjálfur hjálpað til að íslenzka. Jú, eg hafði verið íslending-
um til skammar í því að reyna að sjá um þá innflytjendur, sem B. L.
Baldvinsson, agent stjórnarinnar, dumpaði niður hundruðum og þús-
undum saman í Winnipeg, eftir að hafa leitt þá með fortölum sínum
héðan og fengið góð laun og höfðapeninga fyrir, eins og Sigtryggur
Jónasson. Reir félagar höfðu ekki verið íslandi til skammar, þeir E.
H. og þeirra líkar voru lýtalausir.
Svona vinsæll var eg í Winnipeg á meðal íslendinga á þeim árum,
sem eg stofnaði Heims-kringlu, mestmegnis með eigin erfiði — ekki
með hjálp þeirra ríkustu og efnuðustu manna þar; og þó var það blað
ekki óþarft né ónýtt eða lyga-snepill þá. Og nú þegar eg kem til
Norðurlands, til Akureyrar, sem er höfuð þess og heili, eru þeir fáir,
sem þykir vænt um að eg er kominn úr »siglingunni«. Eg er orðinn gam-
all og lotinn í herðum! Eg var lotinn þegar ungur. Og svo er eg »fá-
tækur* ogekki »samvinnuþýður«, ogsumir segja reikull eða »reykulU—
hvort það er rykugur eða hvikull eða hvorutveggja er mér ekki ljóst.
Líklega er það ókostur að eiga ekki reit fyrir sig eða byrgi yfir sig,
ef maður skyldi sitja hér lengur enn þetta sumar; en mér er sjálf-
um alveg sama hvort bein mín liggja innan kirkjugarðs eða ekki. Eg
býst við að liggja kyr þegar lífið er úti. -- Nei, vinsældum hef eg
ekki átt að fagna hér né vestra, og það er ekki í vináttu skyni að eg
vinn nú, né heldur af metorðagirnd. Það er lítil upphefð í því að
vera fyrsta flón. — »Þetta mega nú allir hafa, sem ryðja nýjar brautir,«
hafa sumir sagt eins og til að hugga mig. Eins og eg væri að ryðja
nokkra nýja braut, þótt alt fsland fengi rafmagnsljós og hita á hverj-
um kotbæ og í hverjum kaupstað, og eins og íslendingar yrðu þá
verulegir oddvitar meðal þjóðanna, og ekki lengur eftirbátar þeirra
né apar, — því íslendingar kunna þó að herma ýmislegt eftir öðrum
þjóðum fult eins vel og negrar og betur en Indiánar og Lappar.