Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 15
FYLKIR.
15
en þó nokkrir þeirra gengu út að honum hálfnuðum til að hlusta á erindi,
sem einn »lærði« maðurinn hérflutti fyrir »stúdentafélaginu« um afstöðu
þjóðkirkjunnar gagnvart »andatrúnni«, að mig minnir. Rað fanst hinum
»Iærðu« mönnum þessa kaupstaðar ólíkt þarfara að íhuga og ræða en
það, hvar og hvernig mætti fá nægilegt afl til að rafhita þennan
bæ og eins sveitabæi hér í grendinni langt um betur og ódýrar en
nú gerist til jafnaðar. En verri upphitun íveruhúsa en hér er víða á
Akureyri held eg óvíða finnist í heimi, né eins vond, ekki einusinni
í París eða á Grænlandi, varla í Reykjavík nú, síðan hún fékk gasið.
Og þó er það ekki af því, að ekki séu til kol eða eitthvert annað elds-
neyti, heldur af því, að kol eru hér yfirleitt svo afardýr, að engir
nema efnamenn geta staðið við að kynda svo dugi. Annar hængur
á upphitun íveruhúsa hér í bæ eru lélegir og óbrúkandi ofnar, sem
eyða feiknum af kolum, en gefa í staðinn reyk og ryk meir enn hita,
og sá þriðji er gisin og illa bygð hús, sem aldrei verða hlý, hvernig
sem kynt er á vetrum.
En við þessu gerir heilbrigðisnefnd bæjarins ekki mikið, þó hún
sé skipuð ágætustu mönnum bæjarins, og þótt börn og gamalmenni
og margt miðaldra og hraust fólk veikist oft talsvert á vetrum af illri
aðbúð, eitruðu lofti og kulda. Berklar þrífast vel í kolsýru og ryki.
En um það leyti, sem eg hélt þessa fyrirlestra, voru, eins og
allan síðast liðinn vetur, hljómleikir og sjónleikir haldnir á hverri
viku, stundum tvisvar í viku, á stóra salnum í Goodtemplara-húsinu
fyrir fullum sal, og auk þess voru kvik-myndir sýndar á »Bio« húsinu
fyrir fjölda manns. Sá salur tekur um 150 — 200 manns. Goodtempl-
ara-salurinn stóri tekur 500 manns.
Þessa sali fylti Akureyri til að hlusta á sönginn og sjá leikina og
kvikmyndirnar, en að eins 40 til 60 komu til að heyra mig segja það,
sem eg bezt vissi um aflið hér í grendinni og um notkun þess.
Þessar viðtökur sýndu mér Ijósar enn nokkur orð áhuga Akureyr-
arbúa, þ. e. a. s. fjöldans, fyrir því, að byrjað yrði sem allra fyrst að hita
þennan kaupstað með rafurmagni; og eins sýndi það mér, hvaða álit