Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 6
6
FYLKIR.
þeirra, eða þeim öllum til samans. Alheimurinn hlýtur að vera einn,
ekki tveir, þrír, eða margir, þótt hann sé af þremur megin-þáttum ofinn,
að því er vitrir menn segja.
Undir eins og vér förum að íhuga tilveruna verður oss flestum
ósjálfrátt að spyrja, hvað heimurinn sé, hvað lífið sé og hvað hugur-
inn eða sálin sé, hvernig alt hafi orðið til, og hvaða lögmáli heimur-
inn, lífið og hugur mannsins hlýði, og ótal margir gáfumenn, já,
heilar þjóðir hafa varið miklum tíma og erfiði til að svara þessum
spurningum, og ótal rit hafa um það verið samin. Og nú, þegar
eg rita þessar línur, fljúga mér í hug ýms svör upp á þessar spurn-
ingar, og ýmsar frásagnir, sem eg hef annaðhvort heyrt af vörum lif-
andi merkismanna, eða hefi lesið í helztu ágætisbókum, sem mér hefir
auðnast að sjá og lesa, og sem kallaðar eru sumar hverjar menning-
arsögur, aðrar helgar ritningar, svo sem Biblían, Kóraninn, Vedurnar,
Zend Avesta, Y-king Sínverja og Edda Norðurlanda þjóða, ekki að
nefna þjóðkvæði Finna, Kalevala. En sumar þeirra eru heimspeki rit,
svo sem þau, er forn Grikkir og Rómverjar í fornöld og Norður-
landaþjóðirnar á miðöldunum hafa eftir sig látið; svo sem verk þeirra
Aristóteles og Plató, Marcus Aurelius, Tómas de Aqvinas, Albertus
Magnus, Averroes og Francis Bacon og svo vísindarit þeirra Hipparcus
Higpocratesar og Euclid, Copernicus og Galilei, Pascals, Newtons og
Leibnitz, alt til þeirra Lamarcs, Linné, Cuvier, Darwins og Huxley,
Gegenbauer og Hæckels, nfl.: »Ráðgátur heimsins«, ekki að minnast á
verk Ampéres og Örsteds og Davys og Faradays og Fresnels og Max-
wells á eina hönd, og þeirra Svedenborgs og Lockes, Wundts og Kants
og Hegels og Karls Vogt og Wm. James og Haralds Höffding, á hina.
Um fullar fimm þúsundir ára, hátt á sjötta þúsund ár, það er frá
því 3—4000 þúsund árum fyrir Krist, hefur mannkynið ritað sögu
þekkingar sinnar með skiljanlegum táknum, rúnum og stöfum, og um
8—10 þúsundir ára f. K., já, um 30 þúsundir ára hefur það smíðað
og eftir sig skilið ýms áhöld, er bera vott um talsverða þekking á
málms-smfði og leirkeragerð, en hús og skýli kunnu menn að byggja