Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 35

Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 35
FYLKIR. 35 og er þó að eins 80°/o af því, sem ein hestaflsstund geymir (nl. 632 h. e.). En beztu rafofnar breyta alt að 98% af straumnum í hita, þ. e. alt að 620 hitaein., svo að herra landsverkfræðingurinn reiknar 20 — 25% lægra en reikna ber, séu beztu elfírisofnar notaðir, eins og hér verða líka notaðir, ef rafhitun kemst hér nokkurntíma á. Þetta þrent hefir gert útreikning hr. J. F*. um verð rafmagns í sambandi við kol meira en lítið villandi og rangan. Pá er hitaþörfin, þ. e. hve mikinn hita þarf til að verma her- bergi og stofur á sveitabæ og eins í kaupstöðum á vetrum. Um það fer hr. J. Þ. þessum orðum í 52. tbl. Lögréttu VIII. árg. bls. 189 og 190 : » — — Hitunarþörf herbergja er mjög mismunandi — — — — — »Herbergi sem væri 6X8 álnir að gólffleti og 4 álnir undir loft mundi í vel bygðu húsi eða bæ þykja sæmilega hitað í mestu kuldum, ef það fengi 3000 hitaeiningar á hverjum klukkutíma, þetta samsvarar tæplega 6V2 hestafli. En færanlegur ofn sem tæki 10 hest- öfl mundi þá nægja vel til að hita eitt svona herbergi og annað nokkru minna, eða ef menn vildu hafa tvo fasta ofna mundu 12 hestöfl nægja til þess að kynda þá báða. Þessi hitun hygg eg að mundi nægja jafnvel hitunarvönum kaupstaðarbúum, og sennilega þælti sveitamönn- um hún fullnægjandi þótt aflið væri nokkru minna en hér er ráðgert. Eg held að sveitamenn mundu telja sig hafa sæmilega hitun með 1 hestafli að staðaldri fyrir hverjar 50 teningsálnir af loftrúini herbergis þess eða herbergja þeirra, sem hita skal. Eftir þessum mælkvarða þyrfti stofan sem nefnd er að ofan ekki nema tæp 4 hestöfl.« * • * »Niðurstaðan verður þá þessi: 1 hestafl nægir flestum til ljósa (25 lampar), 3 hestöfl nægja flest- uin til matreiðslu og alt hvað þar er fram yfir upp í 8 — 10 hestöfl er gott til til hitunar. Með öðrum orðum, það þarf að minsta kosti 3 hestöfl og í mésta lagi 8—10 hestöfl.« (sjá Lögr. bls. 190 VIII. árg.) Langar athugasemdir og leiðréttingar við þessar leiðbeiningar og ályktanir hr. J. R. held ég vera óþarfar. Pví hver, sem á kvarða eða

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.