Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 18

Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 18
18 FYLKIR. »Lögr.« VIII. árg. 52. tbl. bls. 190; en hér á Akureyri yrði ómögu- legt, hefði P. P. kennari sagt, að »framleiða« rafmagn nógu ódýrt til þess það gæti kept við kol til herbergja upphitunar, sjá ritg. hans, »Notk- un rafmagnsins«, 22. og 23. tbl. Isl. f. á.; og Guðm. Hlíðdal, rafur- magnsfræðingur, hefði sagt skýrt og skorinort, að þrátt fyrir hina miklu vöntun á hita hér á landi yrði óvíða unt að koma á nægilegri rafur- magnshitun, sbr. ritg. hans »Um rafveitu á sveitabæjurm 3. hefti Búnað- arritsins f. á. (29. árg.) bls. 169. — Skyldu menn ekki trúa betur þess- um þremur lærðu mönnum, öllum góðkunnum, heldur en mér, hér næstum framandi manni, og ekki vinsælum. Auðvitað. Eg bjóst líka við því að orðum mínum yrði ekki gefinn stórt meiri gaumur hér en fyrir 22 árum, þegar eg kom til Reykja- víkur í þeim erindum, að sannfæra íslendinga um að mögulegt væri að nota afllindir íslands til að gefa því alt það ljós, hita og vinnuafl, sem það þyrfti, og fá Reykjavíkurbæ til að kaupa fyrstu vélarnar til götulýsingar með rafmagni. »Pað er hann »Frímann Anderson«, annars kallaður Frímann Bjarna- son frá Vöglum einstakur »ólánsræfill« og flækingur, »lausingi einn fé- laus«, nokkurskonar »aðskotadýr« sögðu þeir herrarnir í Reykjavík, þeg- eg kom þangað í september 1894 (sbr. »ísafold«, »Fjallkonuna« og »Pjóðólf«; þar getur hver sem vill séð, hvernig mér og erindi mínu var tekið þá). Peir gátu ekki haft fyrir því að bjóða mér að vera, né biðja mig að tala fyrir sig og borga mér sæmilega fyrir ómakið, ferð- ina heim. Eg varð að hýrast þar um 3 vikur sem gestur hjá fátæk- asta en ekki ógöfugásta blaðstjóra bæjarins og sofa þar á stólum með- an eg samdi fyrsta fyrirlesturinn, ekki um raflýsing og rafhitun bæjar- ins, heldur um Ameríku. Rafaflið átti þá ekki marga vini í höfuðstað íslands. — Eg fór burt við svo búið. — Eftir 20 ár kom eg hingað til Akureyrar og flutti líkt erindi í fjórum skömtum, í fyrra haust og í vor. — Undirtektirnar voru líkar. Helztu bæjarbúar sögðu: »Við gerum ekkert fyr en stríðinu er lokið. Frímann er ekki útlærður verkfræðingur, hefur aðeins þefað af

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.