Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 19

Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 19
FYLKIR. 19 verkvísindum og unnið eitthvað á verksmiðjum, og er nú orðinn gamall og ófær til forystu.« Aðrir spurðu hvernig mér hefði líkað veran í París? þar væri víst margt fallegt að sjá og gott að vera, — en ekki hefði eg þó orðið ríkur þar, líklega væri það mér sjálfum einum að kenna. Og götu-arabarnir ávörpuðu mig þannig: »íbygginn, íbygginn, þú heyrir ekki okkur til, — — fallegur karl — hann Frí- mann; gengur allur í herðunum, og er orðinn gráhærður og gamall, og er ekki til neins.« Nei — sagði eg við sjálfan mig: — Hingað ferð mín er orðin að engu, í þessum stað er eg framandi maður; þegnar Fróns og bæjar bragnar boðið mér hafa ei til veru. F*ví skyldu þeir gera það; eins og ekki væri nóg af vinnufólki og »mentamönnum« og ónytjungum og ómögum hér á Akureyri eins og í Reykjavík, þó ekki væri á það bætt. Auðvitað hafði eg engan rétt til að vera hér, nema eg gæti unnið eitthvert verk sem þörf var á að vinna og eg gat betur en aðrir. — Eg heyrði ekki íslandi til fremur en öðrum löndum, var ekki íslendingur fremur en útlendur, ef menn ekki vildu hafa mig. — »Pað er fáum gefið að tilheyra tveimur þjóðum«, sagði Einar Hjörleifsson í einni skáldsögunni eða mannlýsingunni sinni fyrir 28 árum, að mig minnir. Pað hlaut að vera satt af því að hann sagði það, hann sem nú er orðinn eitt mesta átrúnaðargoð íslands. Sami höf. hafði líka sagt í opnu bréfi til mín, prentuðu í »Lögbergi« fyrir 28 árum, þegar hann var ritstjóri þess blaðs, sem hann og Sig- tryggur Jónasson og fylgismenn síra Jóns Bjarnasonar höfðu stofnað til að velta Heimskringlu um: »Líkindin virtust ekki vera svo lítil, að þér væruð íslendingum til skammar.« Það var alt annað um hann, sem þá var seztur að ritstjórn til að sýna Vestur-íslendingum, hvað fagurt væri, heiðarlegt og gott, og sem gerði það, og fleiri sómastrik, að skrifta mér eins vægðariaust og hann gerði þá, eftir að hann vissi, að Kanadastjórn hafði að hans

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.