Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 47
FYLKIR.
47
Afmælisdagur Heims-kringlu og minnisdagur Vestur-lslendinga,
Akureyrarkaupstaður má ekki misvirða það við mig, að eg minn-
ist hér á Vestur-íslendinga og á blaðið Heims-kringlu nú, um leið og
eg gef út þetta litla rit og hugsa um framtíð þess og þessa lands;
því það er för minni og fjölda Islendinga vestur um haf fyrir 42 árum
síðan, og viðhaldi íslenzks þjóðernis og félagslífs í ræðum og ritum þar
að þakka, meira en nokkru öðru, að eg hef nokkuð nýtt og nýtilegt að
segja í þessu riti, ef það annars hefir nokkuð eftirtektavert og ábyggi-
'egt að flytja. Og Vestur-íslendingar munu ekki hallmæla mér fyrir það,
að eg minnist ögn á vesturfarirnar héðan og sendi þeim heillaóskir
yfir hafið, með ritinu »Fylkir«.
Fyrir 42 árum (þ. e. sex vikum ára) var þjóð-hátíðar fundur hald-
>nn hér á Oddeyrinni,— mig minnir 12. júní. Akureyri og Eyfirðingar
yfirleitt höfðu stofnað til hans, og voru þeir, síra Arnljótur Olafsson á
Bægisá og Einar Msmundsson bóndi í Nesi, helztu ræðumenn.
Tveim mánuðum síðar (nl. 14. ágúst 1874) fór fyrsti stórhópur
íslenzkra vesturfara héðan frá Akureyri með Allan-línu skipinu »Saint
Patrick*, áleiðis til Vesturheims, til Bandaríkjanna og Canada. Allur
borri þessa hóps hafði ákvarðað sig til Kanada, þar af þó nokkrir til
Nýa Skotlands. Unglingur nokkur, Benedikt Einarsson að nafni, ætt-
frá Mývatni, nú frægur handlæknir í B-ríkjunum, var aðal-túlkur á skip-
*nu; eg var þar farþegi.
Seinasta kveðjan, sem ísland sendi okkur, voru blindandi Ijósvendir
°g töfrandi logarúnir, sem stóðu af Snæfellsjökli, þegar við sigldum
síðdegis hinn 15., fyrir Breiðafjörd. — Og fyrsta kveðjan, sem Vestur-
heimur sendi oss, var rituð á dökkbrúnan öldu linda rétt við sjóndeild-
arhringinn í vestur átt, löngu fyrir sólar upprás hinn 5. september mán.
Pessi dökki lindi táknaði hinar skógi klæddu hæðir Nýfundnalands og
hin háu og þverhníptu fell Hellulands, sem nú kallast Labrador. Innan
stundar sigldum við gegnum Fagureyar Sund (Strait of Belle-isle) upp
hinn 150 kilómetra breiða St. Lárenz-flóa, sem kastaði gull-stöfum há-
‘fegis sólarinnar á oss; Quebec fylkið, á hægri hönd; N.Skotland, á vinstri;
vestur undir Caspars (Caspé) höfðann, sem stóð þá íklæddur skógaí-
skrúða sínum óviðjafnanlegur; upp hið tignarlega fljót, sem líktist mjó-
u>n firði milli grænna akurlenda og skóga, fram hjá fossandi þverám,
bar tii við komum upp að borginni Quebec (=Kvíabekk?) um kvöldið.
Þann dag, einn hinn fegursta, sem eg hefi lifa*, teiguðum við
vesturfarar djúpt af lit-fegurð og lífs anda hins nýja heims, og allur þorri