Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 11

Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 11
FYLKIR. 11 Hugmynd Svedenborgs um uppruna hnattanna fékk litla útbreiðslu; formyrkvaðist við hans markverðu ransóknir í hugfræði og líffræði. Sumir nítjándu aldar stjörnufræðingar og reikningsmeistarar, eink- um G. H. Darwin, sonur Charles Darwins (Karls Porfinnssonar ?), og þeir Poincaré og See, franskir stærðfræðingar, hafa fundið ýmislegt athugavert við Kant-Laplace kenninguna, einkum það, að tungl þriggja reikistjarnanna ganga í öfuga átt við þær sjálfar, nl. frá austri til vest- urs (yzta tungl Júpíters, Satúrnusar og Nephtúns), ogsvo það, að brautir jarðstjarnanna eru sporbaugar ekki reglulegir hringar, eins og þeir hefðu átt að vera, ef þær væru myndaðar af einu ogsama eimhvolfi, og eigi heldur í alveg sama fleti. Tungl vort heldur Darwin að hafi myndast úr, eða þveizt út frá, jörðinni sjálfri af hvirfinga straumi (sbr. »Á öðrum hnöttum« eftir Sigurð Þórólfsson, útg. í Rvík 1915). Og enn aðrir halda að himinkerfin hafi myndast af þoku hvirfingum, slíkum sem enn sveima þúsundum saman um geiminn, og hver hnöttur hafi óháða myndun, þannig hafi hver jarðstjarna í sólkerfi voru haft sjálfstæða myndun úr hvirfingaþoku. Lesarinn getur séð að nýnefndar mótbárur eru ekki heldur gallalausar, né heldur hvirfinga tilgátan. Hringskekkja sporbauganna er vel möguleg, þótt jarðstjörnurnar og sólin hafi mynd- ast af sama eimhvolfi, af því að afstaða þeirra á ganginum kringum sólina hefur nauðsynlega þau áhrif að draga þær með mismunandi afli að sólinni og hverja að annari. Eins mun hringskekkja sólstjarn- anna vera komin af áhrifum þeirra hverrar á aðra. Lengra voru spekingar og vísindamenn síðustu aldar ekki komnir, og lengra eru vísindamenn þessarar upprennandi aldar ekki komnir enn, í að ráða gátu heimsins eða leysa þá þraut, sem manninum er gefin til að reyna sig á Hver vill svara glögt og greinilega, og segja svo hver heilvita maður skilji: hvað heimurinn er, hvað Iífið er og hvað hugurinn er. Eða vilja menn máske heldur leiða þessar spurningar hjá sér og taka eitthvað léttara og meira hressandi til umræðu, svo sem stjörnu- spádóma (Astrologi), uppvakningar (Necromanci) eða draugasögur

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.