Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 13
FYLKIS.
13
breytinga, svo hlýtur hann að hætta að hreyfast, þegar hann hefur
náð sínu mesta jafnvægi. En er nokkur vissa til fyrir því, að um-
breytingar efnisins séu takmarkaðar að fjölda? eða að kraftur frumefn-
anna eyðist, svo að himin hnettirnir og frumagnirnar finni loksins
hvíld og jafnvægi?
Margt bendir til þess, að alheimurinn sé óendanlegur og eilífur.
Það eitt að hann er alt, og að öflin sem halda himintunglunum á
rás sinni, sem líka lyfta blómunum og grösunum til himins, séu einnig
eilíf. Annars gæti maður haldið að heimurinn væri eintóm sjónhverf-
ing og lífið marklaus draumur. Hvað lífið eða lífsaflið er, vitum vér
aðeins af því sem lifir, jurtum og dýrum, sem heimurinn myndar og
elur af duptinu (sbr. orð Björns Ounnlögssonar: »Lífið dufti þjónar«,
og hvað hugurinn, sálin, eða mannsandinn er vitum vér aðeins af því,
sem maður hugsar. Hugurinn, sálin er vor innri sjón, er sameinar til-
finningarnar, dæmir og ályktar og stjórnar hugsuninni, sem tilfinning-
arnar vekja, líkt eins og lífsaflið eða lífskrafturinn sameinar allar ástríð-
ur og tilhneigingar duptsins, er Ijósvakinn örfar og vefur saman eða
fylkir eins og herflokkum í geimnum. Sé lífið hið starfandi um-
myndandi afl heimsins, svo er hugurinn geisli af hans sál.
Aflið í grend við Akureyri
Og
hvernig á að nota það.
Rilgerð þessi er mestmegnis útdráttur úr ræðum og fyrirlestrum,
sem eg hélt hér á Akureyri í vor, en sem eg hefi ekki fengið ráðrúm
til að birta fyr en nú.
Fyrirsögnin er hin sama og fyrsta fyrirlestrar míns, haldinn 11.
apríl, hinn næsti var um Húshitun með rafurmagni, og sá seinasti,
haldinn 27. apríl um: Yfirburðir rafurmagnsins yfir öðrum orkulind-