Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 27
FYLKIR.
27
»Yrði rafveitu komið á á sveitabæ ætti ekki aðeins að nota það
til Ijósa, heldur einnig til suðu og helzt líka til hitunar. Við ljósin
sparast olía, en við suðu og hitun sparast kol og tað, kolin eru dýr
flutt upp til sveita, og um verðmæti taðsins ætti ekki að þurfa að fjðl-
yrða hér, það mun mönnum alment orðið Ijóst, og um það hefir oft
verið ritað. En á hitunina vil eg minnast lítið eitt nánara, því eg býst
við að mörgum sé það ekki fullljóst ennþá, hvcrja þýðingu hún hefir.
Húsakynni hafa batnað stórum á seinni árum. Víða hafa stór og vönd-
uð hús úr timbri og steypu verið bygð upp til sveita. Skoðið nú
flest þessi hús eftir fáein ár. Raki og saggi hafa heimsótt þau flest öll,
og langvíðast mun þetta vera að kenna stöðugri upphitun hússins á
vetrum. Húsin verða óholl og leiðinleg skemmast og eyðileggjast á
tiltölulega stuttum tíma. Rað er því mikið í það varið, að geta hitað
upp húsið, auk þess hve miklu hollara það er að þurfa ekki að lifa
í hitagufunni af sjálfum sér og öðrum.«
»öll raftæki iil Ijósa, suðu og hitunar hafa verið að fullkomnast
á seinni árum, þannig nota menn nú allir t. d. lampa, sem ekki nota
einu sinni þriðjung þess rafmagns, sem rafmagns lampar eyddu fyrir
10 árum, og nú nýlega hafa menn fundið upp lampa, sem eru helm-
ingi sparsamari en hinir, sem algengastir eru. Um suðu og hitunar-
tækin er mikið hið sama að segja. Rað þarf miklu meira rafmagn til
suðu og þó einkum til hitunar. heldur en til ljósa*.
»Til lýsingar á meðal stórum sveitabæ nægir 1 hestafl, til suðu
2 — 5 hestöfl, eftir því hverskonar suðuáhöld eru notuð og skal vikið
að því síðar.*) En til upphitunar þarf 8 — 15 hestöfl og mundi það þó
ekki einu sinni nægja á vetrum til að hita upp mörg herbergi eða stór.
Af þessu er auðsætt, að þrátt fyrir þá miklu vöntun á hita, sem áður
var á minst, mun óvíða vera unt að koma á nægilegri rafmagnshitun.«
*) Á bls. 189 segir höf. frá þrenns konar suðutækjum: 1. pottum, 2. suðu-
plötum og 3. vatns suðuvélum, nl. Saxegaards vélunum. Kosta þau fyrstu
200—350 kr., suðuplöturnar 110 kr,, og Saxegaards vélarnar 150—300. kr.