Fylkir - 01.08.1916, Blaðsíða 8
8
FYLKIR.
En þetta yfirlit verður ekki fyrir »lærðu«, háskólagengnu mennina,
heldur fyrir ólærða alþýðumenn, einkum þá, sem vilja losast við ýms
hindurvitni og hjátrú, sem alt of Iengi hefir grúft yfir þessu landi og
vilt mörgum góðum manni sjónir og eytt dýrmætustu eign þjóðarinn-
ar, — tíma hennar og lífi.
Eg byrja á því sem auðskildast er, heiminum.
Heimurinn.
„Hvað er lif og hvað er heimur?
klæddur þoku draumageimur.“
Kristján Jónsson.
„We are such stuff as dreams are made of.“
Shakespeare.
„lm Anfang war der Kraft.“
Goethe.
Himininn er guðs tjaldbúð, segir Ritningin. Heimurinn er höll
Alföður, Valhöll, segir Edda (vali þýðir herra). Hvað segja speking-
arnir og vitringarnir um það? Kemur þeim öllum saman?
Er jörðin máske kringlóttur flötur eða kringla, fljótandi á hafinu
og himininn kristal-hvelfing, sem snýst ásamt sólu, tungli og stjörn-
um utan um hana á hverjum tveimur dægrum, eins og forn Grikkir
og forn Egyptar héldu nálega 1000 árum fyrir Krist? Eða er hún lík
báti á hvolfi umgirt háum garði alt í kring og hvílir himinhvelfingin
á garðinum, eins og Kaldear héldu, eða er himininn margar hvelf-
ingar, eitthvað 7 talsins, eins og forn Indverjar sögðu, þar af þrjár hinar
næstu forgengilegar eftir 4320 Brahma ár, þ. e. 540X800 þúshundr-
uð ár. Eða er jörðin kúlumynduð, eins og grísku spekingarnir Anaxi-
mander, Pýthagóras Empidócles og Aristókles kendu og hulin gufu-
hvoifi luktu 8 himinhvelfingum þar fyrir utan, sem samkvæmt Aristó-
kles snúast kringum jörðina og bera himinhnettina með sér, nfl. hvelf-