Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 14
62
ÓÐINN
Þórður Flóventsson
°g
^akobína jóhannsdóttir
frá Svartárkoti.
Þórður er fæddur að Svínadal í Kelduhverfi 29.
júní 1850. Foreldrar hans voru þau Flóvent Þórðar-
son (ættaður úr Eyjafirði) og Helga dóttir Guðmundar
Magnússonar bónda í Vatnshlíð í Húnavatnssýslu. En
ömmur Þórðar voru systur, María og Helga, Odds-
dætur frá Geldinga-
holti í Skagafirði, syst-
ur Gunnlaugs Odds-
sonar dómkirkjuprests
(dáinn 1838).
Þórður ólst upp hjá
foreldrum sínum; fyrst
Svínadal nokkur ár,
en svo fluttust for-
eldrar hans að Heið-
armúla á Axarfjarðar-
heiði, er nú mun vera
í eyði. Eftir tveggja
ára dvöl þar og eins
árs dvöl að Sandfells-
haga fluttust þau að Þórður Flóventsson.
Hafurstöðum, sem er
fremsti bærinn í Axarfirði; mun það hafa verið um
1850. — Þá var enn lítt hugsað um bóklega kenslu
handa börnunum, og naut Þórður því á uppvaxtar-
árum sínum ekki tilsagnar í öðru en lestri og kristin-
dómi. Að skrifa lærði hann tilsagnarlaust eftir utan-
áskriftum sendibrjefa. Að öðru leyti hafa bækur og
reynslan verið kennarar hans. — Hann var hjá for-
eldrum sínum að Hafurstöðum þar til hann var 24
ára. Stundaði hann mikið vefnað á vetrum og óf á
mörgum heimilum þar í sveit, enda verklaginn og
kappsamur að eðlisfari. Er hann fór frá Hafurstöðum
var hann fyrst vinnumaður hjá þeim bændunum Einari
Jónssyni í Sandfellshaga og Jóhannesi Pálssyni að
Ærlæk. 1880 giftist hann Jóhönnu, dóttur Jóhannesar
húsbónda síns. Sambúð þeirra var eigi langvinn, því
hún andaðist ári seinna. — Mun Þórður þá hafa
ákveðið að fara til Ameríku. Friðbjörn Steinsson á
Akureyri var þá »vesturfara-agent«. Fjekk hann Þórð
til þess að ferðast um Norður-Þingeyjar- og Múla-
sýslur til þess að fá skýrslu um þá, er hugsuðu til
Ameríkufarar þá um vorið. — Mun Þórður hvorki
hafa hvatt menn nje latt til þeirrar farar. Þó voru
þeir nokkuð margir, er ljetu skrásetja sig, einkum af
Langanesi (um 30). Ætlaði Þórður með fólki þessu
vestur um haf, en var þá um vorið (1882) beðinn að
fara til ekkjunnar Jakobínu Jóhannsdóttur, er þá bjó
að Þórunnarseli í Kelduhverfi. Frestaði hann þá för
sinni vestur, og varð það til þess, að hann fluttist
aldrei af landi burt. Því þrem árum síðar giftist hann
ekkju þessari.
Jakobína er fædd að Keldunesi 30. sept. 1849.
Foreldrar hennar voru þau hjónin Jóhann, sonur Páls
hreppstj. í Viðvík í Skagafirði, og Margrjet, dóttir
Þórarins og Bjargar
í Kílakoti. Móður-
bróðir Jakobínu var
Sveinn, faðir Jóns
Sveinssonar, hins al-
þekta rithöfundar.
Þau Þórður og
Jakobína bjuggu í
Þórunnarseli um 2 ár.
Þar var þá tvíbýli og
þótti þröngt, enda
smájörð. — Bygði
Þórður þá nýbýlið
Syðri-Bakka þar í
grendinni og fluttist
þangað. En árið eftir
hafði hann jarðaskifti
við Sigurð bónda Björnsson, sem þá bjó í Krossdal.
Þar bjuggu þau hjón í 14 ár (1888—1902). Fluttu
þau sig þó búferlum að Svartárkoti í Bárðardal, og
bjuggu þar til 1918, er þau fluttust suður að Odda til
sonar síns, Erlendar, er þá varð prestur þar.
Alla þessa áratugi fóru bústörfin þeim hjónum vel
úr hendi; fór efnahagur þeirra og vinsældir jöfnum
höndum vaxandi. Enda fór þar saman búhygni og
atorka Þórðar út á við og frábær dugnaður og nær-
gætni konu hans í öllum heimilisstörfum. Var heimili
þeirra jafnan með hinum prýðilegustu. Bætti Þórður
jarðir sínar mikið og húsaði, girti túnið í Krossdal og
sljettaði; gaf það nálega helmingi meira af sjer eftir
það. Þar hlóð hann og vörslugarð fyrir nes, er Tungur
kallast, og liggur á milli Stórár og Litlár. Varð þar
brátt flæðiengi gott, er gaf af sjer um 200 hesta
árlega. — (Jm þessar mundir var Jakob Gunnlaugs-
son verslunarstjóri á Raufarhöfn. Var Þórður um
nokkur haust í fjárkaupum með honum, eða fyrir
hann. Tókst með þeim gott vinfengi. Mæltist JEkob