Óðinn - 01.07.1925, Síða 27
ÓÐINN
75
fremst stjórnsemi húsbóndans, þá kom hún víðar við.
Hinu »stærra heimili*, sveitarfjelagi sínu, stýrði hann
um 12 ára skeið og naut það þessara kosta hans í
ríkum mæli. Það var einkum tvent, sem gerði Jón
að góðum stjórnanda í smáu og stóru, en það var
stilling og festa. Þessu hlaut hver að taka eftir, sem
kyntist honum nokkuð. Það var honum svo eiginlegt
og samgróið. En þessir kostir eru vænlegastir til
virðingar og vegsauka, enda naut Jón meiri virðingar
sveitunga sinna en flestir aðrir. Og »Jón á Hreiðars-
stöðum* þurfti að koma til skjalanna i flestu, er al-
menning í Svarfaðardal varðaði á þeim árum. Versl-
unarhættir Svarfdæla voru þá örðugir. Alt þurfti að
flytja frá Akureyri á smábátum og þar eigi nema
örfáar selstöðuverslanir, er þóttu eigi sem ákjósan-
legastar viðskiftis við hina minni háttar viðskiftamenn.
Á þeim árum hamaðist Tryggvi Gunnarsson í versl-
unarmálum Norðlinga og sýndi og sannaði ýmsar
færar leiðir til umbóta. Úti um sveitir gjörðu menn
þá með sjer ýms verslunarsamtök, »pöntunarfjelögin«
o. fl. Jón á Hreiðarsstöðum studdi þá hreyfingu af
alefli í Svarfaðardal. Var þar stofnað pöntunarfjelag
og veitti hann því forsjá í byrjun. Sá fjelagsskapur
stóð um mörg ár og auðgaði sveitina stórlega, bæði
að manndáð og peningum. Það var vísir hins víðtæka
kaupfjelagsskapar þar nú á dögum. — Auk þeirra
starfa, sem nú hafa nefnd verið í þágu sveitarfjelags-
ins, var hann einnig úttektar- og virðingamaður um
mörg ár og stefnuvottur lengi.
Jón var með hærri mönnum á vöxt og svaraði
sjer vel, og sjerlega myndarlegur á velli. Hann var
fremur stórskorinn í andliti, en myndarlegur og ljúf-
mannlegur á svip, en alt látbragð hans var stiliilegt
og góðmannlegt. — Og Svarfaðardal, þeirri ágætu
sveit, óska jeg af alhug þess, að hún eignaðist sem
flesta, er líktust þessum merkishjónum um flest. Þá
yrði »setinn Svarfaðardalur«.
Snorri Sigfússon, frá Tjörn.
því aflið var heimskunnar megin, —
öll heilbrigði í dróma dregin.
Svo hörð og skæð voru hallærisárin,
svo höfug og blóði dreypt þjóðlífs tárin,
að megnað ei hafa mörgu árin
að má þá flekki af skildi’ og hlíf; —
þar sagan vitnar um sorg og kýf.
II.
Þó kirkjan ríkti hjer »helg og há«,
var höggormabitið skæðast þá,
og næm og eitruð mörg naðran flá
og nartandi þjóðar-meiðinn,
og drýgjandi djöfla-seiðinn. —
Því fávísi og ánauð sig hófu hátt
og helgreipar lögðu á stórt og smátt,
og grimdinni var þá lotið lágt
af lýðnum fjötraða’ og smáða,
er fátt var til frama’ og ráða.
Hin útlendu valdboð frá ókunnri þjóð
þau eyddu okkar lífsþrótti’, en drukku okkar blóð,
og hótuðu lýðnum gálga’ og glóð,
ef guðhræddur vildi’ ’ann ei »skríða«,
og þegjandi þjáningar líða.
En þrátt fyrir brennur, ís og eld,
og alls konar hættur um morgna sem kveld,
varð þjóðin ei alveg í ánauð seld,
hún átti sjer kjarna’ og hróður,
er var hennar vígi og sjóður.
Úr eymdum brautst fólkið enn á ný,
og enn þá dreifðust hin svörtu ský,
og þjóðin varð aftur ung og ný,
með afli, fjöri’ og hreysti,
hún gæfunni og guði treysti.
st
Seytjánda öldin.
i.
Ömurleg varð hún okkar landi,
þá ógnir jukust og þjóðarvandi;
í gervöllu ríkti hinn »illi andi«,
Og áfram liðu svo aldir tvær,
að altaf færðist hún rjettu nær. —
Og loks hefur sjerhver bygð og bær
sjer búið hið dýra frelsi, —
en fleygt hinu forna helsi.
Pjetur Pálsson. c '
S£