Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 29
ÓÐINN
77
Tvær konur.
Það er ekki alment talinn hjeraðsbrestur, og
sjaldan gert að umræðuefni í blöðunum, þó bænda-
konur á besta skeiði lífsins deyi frá börnum og
heimili áður en dagsverki þeirra er lokið, eða tak-
markinu náð. — Þetta eru þó í raun rjettri sorglegir
atburðir, sem hafa meiri og dýpri þýðingu en í
fljótu bragði sýnist, ekki einungis fyrir eftirlifandi
ástvini og vandamenn fjær og nær, heldur einnig
fyrir þjóðfjelagið í heild sinni. Og þó hafa jafnvel
margar hinar göfg-
ustu og merkustu
húsfreyjur hvílt í gröf-
um sínum árum sam-
an án þess að starf-
semi þeirra í þarfir
lands og lýðs hafi
verið virt eða þökkuð
sem vert er, eða
minning þeirra heiðr-
uð á nokkurn hátt.
Minning þeirra hefur
því smátt og smátt
fölnað, eins og lyng-
sveigarnir og pappírs-
blómin á leiðunum,
uns hún hefur að
lokum dáið og gleymst öllum almenningi, og að eins
lifað og skinið sem fjarlæg tindrandi stjarna í hjört-
um eftirlifandi ástvina.
Konunni, móðurinni, er falið á hendur eitt hið
vandasamasta og ábyrgðarmesta starf: að uppala,
fræða og þroska æskulýðinn, leggja hyrningarsteininn
undir líkamlegan, siðferðislegan og andlegan þroska
komandi kynslóða. Ahrif móðurinnar og minning
hennar er sú leiðarstjarnan, sem skærast hefur
skinið á vegum fjölda barna fyr og síðar. Flest göf-
ugmenni heimsins, flestir þjóðnýtir menn og góðir
drengir, hafa átt göfugar og ágætar mæður, og við-
urkenna fúslega, að þeim hafi þeir átt að þakka það
sem best var og göfugast í fari þeirra.
Minning góðrar og ástríkrar eiginkonu fylgir eftir-
lifandi eiginmanni á hinni einmanalegu göngu lífsins,
og strýkur margoft, eins og ósýnileg hönd, saknaðar-
og áhyggjumerkin af enni hans. Það er því jafnt
hinn mesti einstaklings- og þjóðar-skaði að burtkalli
húsfreyjunnar og móðurinnar frá störfum sínum, og
því meiri, sem hún hefur staðið betur í stöðu sinni
og gegnt hinni þýðingarmiklu köllun sinni með meiri
skilningi, trúmensku og göfgi.
Hjeðan úr sveitinni hefur dauðinn eigi alls fyrir
löngu hrifið tvær hinar göfgustu og merkustu hús-
mæður: Björgu Halldórsdóttur frá Torfastöðum og
Guðrúnu jörgensdóttur frá Syðrivík, og af því að
þær voru systkinadætur að frændsemi og áttu þar
að auki margt sameiginlegt um mannkosti og atgervi,
virðist mjer vera tilhlýðilegt, að getið sje helstu æfi-
atriða þeirra í fám dráttum, og látnar þar með fylgja
stuttar persónulýsingar ásamt myndum þeirra.
Björg Halldórsdóttir er fædd á Skriðuklaustri 25.
maí 1881. Foreldrar:
Halldór Benediktsson
(prests að Heydölum,
Þórarinssonar prests
að Múla, ]ónssonar
prests að Nesi) bóndi
þar, og kona hans
Arnbjörg Sigfúsdóttir
(Stefánssonar prests
að Valþjófsstað, Árna-
sonar prófasts Þor-
steinssonar að Hofi
og Bjargar Pjeturs-
dóttur sýslumanns
Þorsteinssonar að
Ketilsstöðum). Björg
ólst upp í foreldra-
húsum að Skriðuklaustri og naut hins besta uppeldis,
enda voru foreldrar hennar hin merkustu, eins og
þau áttu kyn til. Haustið 1900 hinn 1. des. giftist
hún eftirlifandi manni sínum Halldóri Stefánssyni, nú
bónda á Torfastöðum í Vopnafirði, er einnig var
kominn af Guðmundi sýslumanni Pjeturssyni. Voru
þau hjón þannig skyld fram í ættir. Dvöldust þau að
Skriðuklaustri til vors 1903, er þau fluttust til Seyðis-
fjarðar og bjuggu þar í 6 ár. Vorið 1909 fluttust
þau að Hamborg í Fljótsdal, næsta bæ við Skriðu-
klaustur, og bjuggu þar til vors 1921, er þau fluttust
að Torfastöðum í Vopnafirði, og andaðist Björg þar
um haustið sama ár hinn 13. október.
Fimm börn eignuðust þau hjón og lifa fjögur
þeirra móður sína, en eitt var dáið á undan henni,
piltur á 12. ári, og efndu foreldrarnir til minningar-
sjóðs eftir hann (sjá Stjórnartíðindi 1921 á bls.
294—295). Börnin eru: Ragnhildur Björg fædd 14.
apríl 1902 á Skriðukláustri, Arnbjörg f. 4. okt. 1903
á Seyðisfirði, Stefán f. 16. okt. 1905 á Seyðisfirði,
Biörg Halldórsdóttir.
Guðrún lörgensdóttir.