Óðinn - 01.07.1925, Qupperneq 38

Óðinn - 01.07.1925, Qupperneq 38
86 OÐINN — Jeg ætla að bregða mjer inn í hrepp, svaraði Solveig. — Hvert ætlarðu þjer? — Jeg hefi helst í huga að finna Arndísi gömlu fóstru þína á Bergi, og vár ekki fjarri því, að Atla fyndist rödd húsfreyju sinnar hljómfyllri en oft áður, og svo væri hún með glaðara bragði en venja var á síðustu tímum. — Ekki ferðu það ein. Jeg geng með þjer. — Nei. Annað hvort fer jeg ein míns liðs eða jeg fer ekki. Þú verður heima við bæinn í dag, eins og þú lofaðir. Atla kom þetta nokkuð óvænt, því ekki var hús- freyja hans vön að neita samfylgd hans. En af því að honum fanst liggja bein skipun í máli hennar, þá fór hann ekki um þetta fleiri orðum og gekk til baðstofu. Þangað kom Solveig á hæla honum og ekki er- indisleysu, að honum fanst. Hún var búin að taka saman í pinkil allar spjarir Dísu litlu og margvefja barnið í hlýjar umbúðir, eins og það væri búið til ferða. Svo tók hún barnið í fang sjer, breiddi yfir vit þess og fór að kveðja yngstu börnin sín. Atla varð þetta atferli húsfreyju sinnar furðulegt á alla lund. — Ertu að fara af heimilinu, elskan mín? spurði hann og kendi geigs í rödd hans. — Nei. Láttu þjer ekki koma það í hug. — Hvert ætlarðu með barnið? — Jeg ætla að vita hvort hún Arndís fóstra þín vildi ekki venja hana nöfnu sína af brjósti fyrir mig. Hún hefur nóg mjólkurráðin og svo mun henni kært að verða við þessari bón. — Ekki fer þú, Solveig mín, að bera ein barnið alla þessa leið. Þú ert enginn maður fyrir því. Jeg kem með þjer og ber hana Dísu okkar. — Nefndu það ekki. Mjer er óhætt með barnið. Þú fer ekki fet með okkur og verður við heimilið í dag. Atla var þetta í senn óskiljanlegt og viðkvæmt. En hann fann, að í rödd Solveigar og fasi var svo tví- mælalaust vald og skipun, að hann taldi rjettast, að láta undan síga og hlíta vilja hennar. En mestu rjeð þó um hjá honum, að honum virtist svo sem í rödd hennar ómaði sigurgleði, undarleg og óvænt. Solveig vjek sjer til Ingveldar með barnið í fang- inu. Hún signdi nýfædda hvítvoðunginn, mintist við ngveldi og bað þeim báðum blessunar. Og svo ljet hún þess getið, að hún kæmi heim að kvöldi, ef auðið yrði. Ingveldi kom þetta óvart. Henni hafði fundist Sol- veig vera sjer fálát síðustu vikurnar og ekki æfinlega hlý í svörum. Þessi háttbrigði Solveigar urðu henni því eigi lítið gleðiefni. — Solveig var komin út á hlað, með Dísu litlu í reifastranga, og með henni Atli bóndi hennar og öll eldri börnin. Þar kvaddi hún hann og þau og fór af stað og bar reifastrangann í fetli. Atli stóð sem steini lostinn og horfði á eftir mæðgunum. Hann bað þeim allra fararheilla og ein- setti sjer að hlýða skipun húsfreyju sinnar og vera heima við bæinn þann dag allan. Hann horfði á eftir þeim meðan hann mátti. En svo varð honum sjónin óljós. . . . Hann misti sjónar af þeim. III. Solveig gekk hægt í fyrstu. Hún vissi, að leiðin var löng og að ómjúkt var við fótinn. Götuslóðunum hjelt hún inn undir Tanga. Þar tók hún krók á sig. Hún vildi ekki, að þaðan sæi til hennar með barnið. Það var Solveig komin áleiðis, að hún var að feta upp Þúfubergskleifina. En kleifin er allbrött og eigi stutt. Því varð hún Solveigu seintræð. Ofan til í miðri kleifinni settist Solveig niður, til þess að kasta mæði og láta rjúka af sjer. Sól var farin nokkuð meir en í hádegisstað. Veður var allkyrt. Þó var fjallakyljan ofan hraunin óhlý. Og bylgjan svall þunglega og með myrkum skamm- degishreimi við drangagjögrin og hleinaþramirnar, með faldinn að vísu hvítan og súgmikinn, en þó óreistan. Og alls staðar beit frostið svalið, það er lengst fór, svo ströndin var girt gráu gaddbelti, þar sem hjómið varð aflvana í flóðmarkinu. Dísa litla hafði sofið alla leið. En nú var eins og hún losaði svefninn. Því kom Solveigu til hugar, að rjettast væri að losa um brjóstin og gefa barninu þau. Hún gerði ráð fyrir, að varla myndi hún oftar en einu sinni enn drykkja Dísu á brjóstum sjer. Það yrði í síðasta sinn, er þær kæmu að Bergi. Solveigu þótti unaðslega sælt, er barnið svalg brjóstamjólkina. Henni fanst sem um sig legði yndis- blandinn yl og yfir sig kæmi draumhýr dvali. Henni varð litið niður eftir kleifinni og svo stað- næmdust augu hennar á flötinni fyrir neðan. En hvað það var annars undarlegt, fanst henni, að hafa þennan stað framundan sjer og að nema þarna staðar. Henni virtist sem það gæti verið dularflull ráðstöfun örlaganna.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.