Óðinn - 01.07.1925, Page 45

Óðinn - 01.07.1925, Page 45
ÓÐINN 40 ára afmæli stúdenta Reykjavíkur lærða skóla frá 1885 Sungið á Þingvöllum 4. júlí 1925. 93 Jeg man það fyrir fjörutíu árum, er fögur júlí-sól í heiði skein, vjer tveir hins þriðja tugar saman várum, oss tírarþrá í brjóstum lifði hrein. Þar svall á kerabörmum ölvabára og blómum skreyttu vonir dulda leið, en ókominna daga svöðum sára þá sveina ungur hópur lítið kveið. Nú hvíla fjórir foldarblæju undir, sem flokkinn prýddu vorn í tíma þann, en minning þeirra ljúf um langar stundir oss lifir hjá og trauðla fyrnast kann, á meðan við stöndum moldu ofar bræður; þótt margra sökkvi nöfn í gleymsku hyl þær kulna síðla út þær gömlu glæður, er gáfu í ungra brjóstum frá sjer yl. Vjer finnum til þess sáran sem hjer stöndum, og signum bræðrafull á glaðri stund, að fjórir búa fjarrum úti í löndum og fá nú ekki sótt vorn skemtifund. Beri þeim frá oss blærinn sumars hlýi þær bestu óskir, sem að hjartað á, og dreifi hverju raunaskúra skýi, er skugga slær á gleði-sólar brá. Ef lítum farnar brautir yfir allir, sem erum komnir saman á þessum stað, vjer sjáum margar hrundar vona hallir, sem hlóðum við í æsku, víst er það, en samt eru víða sólskinsblettir ljósir, þótt sje á milli loftið skýjasvart, en utan þyrna ekki neinar rósir, þótt augað seiði krónuskrautið bjart. Hvort vort starf á liðnum árum unnið ísalandi gagnlegt teljast má, hvað virðist hafa verið í oss spunnið, það verður sagan dóm að leggja á. Bertha v. Suttner skáldkona. En eitt er víst, að vildum allir reyna að vera trúrra þjóna flokknum í og móðurjarðarást við eigum hreina að efsta dægri — hver vill neita því? Guð styrki ykkur alla, bræður góðir, sem eigið þrek til starfa nokkra hríð, að verja helgar íslands aringlóðir öllu því, er skaðar frónskann lýð. Hann blessi ykkur alla, er hjer standið, og einnig þá, sem eru vinum fjær, jeg treysti því, að haldist bræðra bandið, þótt bægi fundum heiðar og reginsær. Guðlaugur Guðmundsson. Sl

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.