Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 1
1,—6. BLAÐ OÐINN JANÚAR—JÚNÍ 1932 XXVIII. ÁR Líkneski Leifs hepna. Til minningar um 1000 ára afmæli Alþingis 1930 bárust Islandi margar og merkilegar gjafir frá öðrum þjóðum. Stjórn Bandarikjanna tilkynti við af- mælishátíðina, að hún ætlaði að geta líkneski af Leifi Eiríkssyni, sem fyrstur hvítra manna fann Ameriku. Líkneskið er nú komið hingað og hefur verið sett á Skólavörðuhæðina, en varðan rifin. Afhjúpunin hefur þó ekki enn farið fram. Myndin er 10 fet á hæð og stendur á 15 feta háum fótstalli, sem er mynd af skipsstefni úr rauðleitu forngrýli. Innan á skipsstefnið er letrað: »Leifr Eiricsson of Iceland, Discover of Vinland. — The United States of America to the People of Iceland on the one thousandth an- niversary of the Althing A. D. 1930«, þ. e.: Leifur Eiríksson frá íslandi, finn- andi Vínlands. — Frá Bandaríkjum Ame- ríku til íslensku þjóðarinnar á þúsund ára afmæli Alþingis anno Domíni 1930. Líkneskið er veglegt og vel gert lista- verk. Höfundurinn er ameriskur mynd- höggvari, Calder að nafni. Fjekk hann verðlaunapening úr gulli fyrir myndina á sýningu þar vestra síðastliðinn vetur. 1 annari hendi hefur Leifur krossmark, sem er tákn þess, að hann kristnaði Grænland, en sjálfur tók hann trú í Noregi. ■ ' * lllfiltltfl l / m i ., V..' . 'ÍM:. ■ " i H j . .r] I 1 i ■:viy - '7 lllil

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.