Óðinn - 01.01.1932, Page 2
2
ÓÐINN
Þorfinnur Karlsefni.
Ofar öldum ljómar,
við elda fægð,
himinborin
helju-frægð.
I.
Úr myrkvið maður kemur,
og mænir of auðan reit.
Og augað við auðnir temur,
sem enginn fyrri leit.
Hann eygir firna fjöllin
í fjarska við himinrönd,
og finst þar ferleg tröllin
i íjarvídd rjetta hönd.
En sljettan næsta er nærri,
og ný er lyfting sú,
að eiga himin hærri
en hellis-skúta trú.
Því veröld víkkar, hækkar,
og verður undrahöll.
Og viskan vex og stækkar.
Og vitund þróast öll.
Og hafið blikar, og hylur mart,
er hugann seiðir, dregur.
Með tibrá-hilling og töfra-skart
hinn tigni, frjálsi vegur. —
Að fikrast eftir föllnum bol
og finna ætisveppi,
var áður nóg og aldaþol,
og alt í sama hreppi.
Og nýja leið, að nógum mat,
var nýung ættarráði,
sem inst í rjóðri eftir sat
og allar frjeltir þáði.
En íhalds-Iundin afla rík
sló öllu því á dreifing.
Og falla mátti fjöldi lík
til framgangs þeirri hreyfing.
En fleiri læddust farna slóð,
og fundu sama blettinn.
t*á dagaði uppi drunga þjóð,
þvi dropinn holar klettinn.
Þeir skutu á þingi og höfðu hátt,
og höfðu að vopnum steina.
Ný útsýn hefur undra mátt,
á alla röskva sveina.
Og aldir liðu. Og öldruð sveit
við elda sögur tjáði
um afrek forn. En æskan heit
þann arfinn bestan þáði.
Við örva-þyt og áraglam,
með ægihjör í mundu.
Og knáa drengi knýja fram,
jók kapp í sveinsins lundu.
Við árdagsblik og öldunið
er útþrá þyngst að kefja.
Um urð og klungur opnast hlið,
og ekkert virðist tefja.
Það hillir undir hetju-dáð,
sem herðir þrek og vöðva.
Og altaf verða einhver ráð,
þó andúð vilji stöðva.
Sindrar af silfur-klettum
sólbirtu litaskrúð.
Jafnframt af Jökulhettum
jötun-dýrð alda prúð.
Fjarlægðin fyllir skörðin,
fegrar og prýðir land.
Enginn sjer eyðibörðin,
ellegar blásinn sand.
II.
Þorfinnur stendur við stýri,
og stefnir í vestur-átt.
Úrgar, hjá unnardýri,
öldurnar rísa hátt.
Jöklar við jaðar horfnir.
Jakar á aðra hönd
bergháir, brimi sorfnir.
Brúnhvöss er ísaströnd.
Særinn með silkiflosi
seiðir þinn farmanns hug.
Laðar með ljúfu brosi,
lyflandi vekur dug.