Óðinn - 01.01.1932, Síða 4
4
ÓÐINN
Og reisa þarna rausnarbú
og ríki sinna niðja.
En Vestanmenn, í víga-móð,
þeir vörðu sveitarfesti.
Þeim fanst þeir eiga feðraslóð,
og fyrirbuðu gesti.
Og það var skrítið þegnaval,
sem þenna prýddi fundinn.
Sem ekki skildi íslenskt tal,
nje átti bæ við lundinn.
En það var Ijóst, að Þorfinns lið
var þeirra erkifjendur.
Peir keyptu skrúð, að kaupmanns sið,
en kusu að eiga lendur.
Hjer var úr vöndu að skera.
En viska Þorfinns sá,
hið besta bjargráð vera,
að berast þaðan frá.
Til landnáms lítið dugði
svo liðfá varnar-sveit
gegn Iýð, sem helgast hugði,
að halda sinum reit.
Hann valdi vöru dýra
og vistum skipið hlóð.
Og kunni kjörum stýra,
svo kaupin yrðu góð.
Með sæmd, en sigri hálfum,
þeir sigldu úr kosta vík.
Og fremd var flokknum sjálfum,
að finna úrráð slik.
V.
Til Grænlandsbygða lögðu leið.
Og lágu vetur næsta
við leiki, drykk og söngva-seið
og sagna hornið glæsta. — —
Er ísa leysti, ýttu úr vör.
í austur skipi beindu.
Og altaf verður fræg sú för,
þótt íleiri svipað reyndu.
Og hafið stilt þeim hló í mót,
þeir hjeldu beinu leiði.
Og brutu hvorki hönd nje fót,
nje heyrðist stynja reiði. —
Úr heiði bláu hýrleg sól
þeim heita geisla sendi. —
Þeir sáu Islands ysta hól
sem opna vinar-hendi.
Og heim þeir komu að Höfðaströnd
með harðla veglegt nesti.
Par mætti Þorfinns móðurhönd,
og mikla hýsti gesti.
En tengdadóttur tók hún ei
án tafar sjer að hjarta.
Úví riki skyldi ráða mey
með rausnarlundu bjatta.
En brátt það sást, að brúður var
úr besta málmi slegin.
Og þá var ekkert of gott þar,
og amma næsta fegin. —
Pau keyptu Glaumbæ, glæsta jörð,
sem gladdi lundu ríka.
Og orðstír barst um allan fjörð,
og önnur hjeruð líka.
VI.
En eftir Þorfinns andláts stund
hóf ekkjan suðurgöngu.
Og göfugs páfa gekk á fund,
með gætni í verki ströngu.
Hin fyrsta kona fjarlægs lands,
sem för þá inti af hendi,
og efldi lifsþrótt ættarbands,
svo upp til dáða bendi.
Til Islands kom hún aftur heim
með ennþá meiri sóma.
Úólt ekki skiljist öllum þeim,
sem öfund dýrka tóma. —
Að hafa jafnan hreinan skjöld,
og halda fast því sanna,
er allra dýrust ævi-gjöld,
og ofraun fjölda manna.
VII.
Það hafa margir haft þá lund
í hópi fárra sveina,
og alla sína ævi-stund
og ákaflega reyna: