Óðinn - 01.01.1932, Side 6

Óðinn - 01.01.1932, Side 6
6 ÓÐINN ursdóttur, sem þar bjuggu þá. Hafði jeg þar á- gætan beina. Næsta dag fór jeg fyrst póstleiðina yfir Hjeraðsvötnin á svifferjunni hjá Ökrum og að Bólstaðahlíð, en þaðan beint vestur yfir Svartá og síðan yfir Blöndu á vaði gegnt Löngumýri í Blöndudal og að Stóradal í Svinadal og tók þar næturstað hjá heiðurshjónunum Jóni Jónssyni og Sveinbjörgu Brynjólfsdóttur. Átti jeg þar á- gætum viðtökum að fagna. Pegar þangað kom, sagði Jón mjer að gangna- menn þar úr sveitunum færu í göngur á Auð- kúluheiði að tveim dögum liðnum. Mundu þeir mæta Biskupstungnamönnum í Þjófadöl- um, sem eru austan undir Langjökli. Kom okkur saman um það, að skynsamlegt væri fyrir mig að slást í förina með þeim, þar eð jeg gæti haft samferð alla leið, og sýningarnar áltu að byrja í uppsveitum Árnessýslu. Jón í Stóradal bauð mjer þar að vera þang- að til gangnamenn legðu af stað. Bjó hann mig út með nesti og brauðdeig handa hestunum. Yar svo lagt á heiðina á laugardegi að aflíðandi hádegi. Norðanstormur var á, þoka í fjöllum niður við bæi og hríðar-hraglandi. Þá um kvöldið var setst að í gangnamannaskýli á heiðinni, sem heitir á Kolkhóli. Sumir gangnamenn voru í kofanum, en aðrir slógu upp tjaldi. Var jeg gest- ur þeirra sem í tjaldinu bjuggu. Var þar glaum- ur og gleði, kveðið, sungið, sagðar sögur og flogist á. Sigurður Erlendsson frá Beinakeldu hitaði kaffi og ljet það úti í ríkulegum mæli. (Sigurður þessi er bróðursonur sjera Lárusar heitins Eysteinssonar, sem Hermann sál. Jónas- son á Þingeyrum taldi gáfaðastan manna þeirra, sem hann hefði kynst). Mönnum varð ekki svefn- samt um nóttina og sofnaði jeg engan blund. Snemma á sunnudagsmorgni kom gangna- foringinn inn 1 tjaldið, Sigurður bóndi Þor- steinsson á Eiðsstöðum í Blöndudal, nú í Ame- riku. — Bað hann menn að fara að ná í hesta sína og verða ferðbúnir. Var bann spurður um veðrið. Kvað hann vera norðan hríð, en þó yrði að halda áfram og reyna að ná í Þjófadali um kvöldið. Með birlunni harðnaði hríðin og ekki höfð- um við lengi farið, þegar hriðin var orðin svo dimm að ekki var hægt að sjá yfir ferðmanna- hópinn. Samt var haldið áfram ferðinni. Gangna- foringinn var á undan og voru flestir af gangna- mönnum sammála um það, að hann gæti ekki vilst. Það fór þó á annan veg, því að um há- degi var hann og allir aðrir orðnir viltir. Tveir lítt harðnaðir unglingar voru með i förinni, bryntu þeir músum og drógu skeifur á andlitin, þegar talað var við þá um ástandið. En það skal játað, að það var ekki gert með mikilli nær- gætni, því að þarna voru margir harðduglegir menn, sem vissu að í svona slarki var annað- hvort að duga að drepast. Laust fyrir miðaftan tók hríðinni að slota, herti þá storminn og frostið og var háa renn- ingur. Þeir nafnar Sigurður gangnaforingi og Sigurður frá Beinakeldu klifruðu þá upp á há- an og brattan hnúk, til þess að athuga hvar við værum staddir. Áttuðu þeir sig fljótt á því og var nú haldið áfram, og í rökkrinu um kvöldið komumst við að Kúlukvislar-skála, sem er skamt norðan við Hveravelli og Seyðisá. Var þá enn langt i Þjófadali. En Sigurður gangna- foringi kvað enga þýðingu hafa að halda þang- að til móts við Biskupstungnamenn, því að þeir mundu hafa snúið við í hríðinni, sem og reynd- ist rjett vera. Veður var enn sem siðast var lýst, var farið með hestana í brakflóa, sem þarna var nærri, og þar vakað yfir þeim um nóttina. Höfðu þeir þar krafstursjörð. Jeg los- aði ferðatöskuna og ljet Bauð vera með hana til skjóls en fjekk lánað lítið tjald, sem jeg vafði og batt um Sokka minn. Hann var mjögsveitt- ur, enda hafði jeg aldrei fundið hann fjörugri en þennan dag. Var þá kominn snjór til mikillar fyrirstöðu. Skálinn reyndist í slæmu lagi, lá sumt af þak- inu niðri á gólfi. Bjuggumst við þarna um, en kuldinn var jafnmikill í kofanum eins og úti. Við höfðum ekki hvilupoka eða nokkurn út- búnað til að hlúa að okkur og kom mjer ekki dúr á auga alla nóttina, vegna kulda, en sumir af gangnamönnunum kváðust hafa sofið nokkuð. Á mánudagsmorguninn var hreinviðri. Skiftu gangnamenn sjer í leitina, en Sigurður á Eiðs- stöðum fór með mjer suður yfir Seyðisá og suður að vörðum i Kjalhrauninu, og þar kvödd- umst við. Hjelt jeg nú suður á bóginn, var vel rifið af á Kjölnum en þó umbrotaófærð í lægðum. Jeg skal geta þess að gangnamenn töldu hið mesta óráð fyrir mig að halda einn áfram ferð- inni suður, í svo miklum snjó, hafa aldrei farið þessa leið áður og hafa hvorki áltavita eða tjald. Enginn þeirra hafði komið suður yfir Kjalhraun

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.