Óðinn - 01.01.1932, Page 11
Ó Ð I N N
11
og flytur kerlingar. Allir vilja reyna alt, en spurn-
ingin er sú, hvort ekki verði alt á sviði andans
jafnt, þegar í lófann kemur, — hvort andleg-
ar hreyfingar, sem sprotnar eru af þjóðfjelags-
legri ólgu, sjatni ekki þegar henni lýkur, af
því að það, sem ólgunni veldur, er ekki and-
legt, heldur líkamlegt hungur. Menn berast með
straumnum og hljóta að gera það, en listin
verður list eftir sem áður. Jeg geri ráð fyrir
því, að Freymóður engu síður en aðrir sam-
tiðarmenn vorir
haíl orðið fyrir
áhrifum ólgunnar,
en verk hans sýna
það, að hann hef-
ur skilið, að listin
væri söm við sig
hvað sem öðru líður.
Hitt kann að visu
að vera, að sumum,
sem hafa losnað af
hestinum og mist
baggann upp af
klakknum, þyki
Freymóður ekki
vera kominn eins
nærri sjávarmáli og
þeir vildu vera láta.
Freymóður hef-
ur margar sterkar
hliðar í list sinni. Skilningur hans á formi eralveg
ótviræður og hagleikur hans á drátt frábær, en
þetta hvorttveggja skapar fasta uppistöðu f hverja
einustu mynd hans, jafnvel þær sem sístarkynnu
að þykja. Freymóður hefur ennfremur fjarska
glögt auga fyrir þvi, hvað vel fer í myndafleti
af því sem listfengt auga og listfeng hönd geta
gefið sjálfsfælt líf utan síns raunverulega sam-
hengis, en það er í daglegu tali kallað að kunna
að velja »motiv«. Flestum íslenskum málurum
fremur er og Freymóður næmur fyrir áhrifum
ljóssins og verkun þess á heildina. Geisli, sem
skýst niður fjallshlið, bjarmi á tindi eða skuggi
á vanga, setja oft sjerstakan svip á rnyndir hans,
gefa þeim líf og setja á þær leifturblæ þess, sem
sjeð var.
Þeir menn, sem ekki hafa sanngirni til að
skilja aðra, liggja Freymóði þungt á hálsi fyrir
að hann hafi það til að vera of skær í litum,
eða sem sumir kynnu að kalla of skjannalegur.
Þetta er þó hvorki getuleysi eða smekkleysi,
heldur hitt, að hann mun hafa orðið svo hrif-
inn af sól og sumri Suðurlanda að hann vill
reyna að tengja það við skammdegið okkar, en
vill þó gleymast það sem skáldið Horatius segir
um málarann, sem vill tengja mannshöfuð við
hesthnakka — að lsland er ekki suður á Italíu
og ltalía ekki norður á íslandi. Það má líka, ef
vill, kalla þelta hugmyndaflug, en íslenskir lista-
menn nú á dögum eru síður en svo myrkfælnir
við að láta skæri
sín rata furðulegar
götur, svo að þeim
mundi varla verða
flökurt, ef þeir
hefðu gert það
sjálfir, og því síður
ef Matisse eða Cour-
bet eða aðrir jafn-
ágætir menn hefðu
gert það. Það spill-
ir ef til vill ekki
að segja hjer þann,
að vísu ekki alveg
spánnýja sannleika,
að enn hefur engin
listastefna fengið
einkarjett á listinni.
Um viðfangsefni er
Freymóður ekki við
eina fjöl feldur. Hann málar Iandslög, manna-
myndir, dýramyndir og myndir úr daglegu lífi
(genremálverk), og í öllum þessum myndum
koma sömu eiginleikar í ljós, en á því má
marka, að hann sje búinn að ná föstum tökum
á handbragði sínu (teknik). Um mannamyndir
hans er þess sjerstaklega getandi, hvað þær eru
trúar, og hafa sumir, sem eru elskir að kössum
ljósmyndaranna, þar sem alt er fært til betri
vegar sem kallað er, þótst þurfa að finna að því.
Freymóður er einstakur reglumaður um alt.
Áfengi hefur hann aldrei bragðað og tóbaks
neytir hann ekki í neinni mynd. Iðjusemi hans
er frábær, og liggur því margt eftir hann, —
margt ágætt, margt gott, ýmislegt miðlungi en
fátt ljelegt. Það stenst auðvitað enginn, að hann
sje borinn saman við sjálfan sig þar sem hann
er bestur, því öll mannleg störf eru misjöfn.
Það birtast hjer myndir af nokkrum verkum
eftir Freymóð frá síðustu árum. Því miður eru
Síldarvinna.