Óðinn - 01.01.1932, Side 14
14
Ó Ð I N N
Anna Borg.
þá á listasýningu hjer. Að lokum skal geta
eins um Freymóð Jóhannsson, sem ekki verð
ur sagt um alla listamenn, hvorki íslenska
nje aðra, að hann er fús til þess að viður-
kenna það, sem vel er um aðra listamenn,
þó annarar stefnu sjeu, og til þess að lofa
þeim að njóta sannmælis, en það er dygð, sem
ekki verður metin til peninga.
Guðbr. Jónsson.
0
Hjálpsemi.
Úr endurminningum frá æskuárum.
Eftir Guðmund Jónsson frá Húsey.
Veturinn 1881—82 var afarharður á Austur-
landi, eins og flestir vetrar á þeim áratug. Þá
var snjóþungt undir austurfjöllum á Fljólsdals-
hjeraði, og eins á Austurströnd Vopnafjarðar, en
undir vesturfjöllum og inn til dala var miklum
mun snjóljettara. Svo var jafnan þegar snjóaði
af austanátt. Þennan vetur var því snjóljett í
Jökulsárhlíð, og útbeit allgóð, þegar veður leyfði,
en snjóþungt fyrir vestan fjöllin, á austurströnd
Vopnafjarðar, einkum í Böðvarsdal og Fagradal.
Þá bjó Runólfur bóndi Magnússon í Böðv-
arsdal, og átti hann þá jörð að mestu leyti.
Hann hafðí allstórt gripabú, en þó var það
farið að ganga saman á þessum árum, enda
hafði hann þá verið heilsutæpur um nokkur
ár. Böðvarsdalur er stór jörð, og nokkuð mann-
frek, heyskapur er þar langsóttur, en útbeit
góð, þegar liennar nýtur. Austansnjóar eru þar
skaðlegastir og seint leysir þar snjóa á vorin,
því há fjöll skyggja á morgunsólina.
Ketilsstaðir eru ytsti bærinn í Jökulsárhlíð.
Þar bjó þá Jón Sigurðsson, sem siðar fluttist
vestur um haf og hefur nú lengi verið með
bestu bændum nærri Lundar í Manitoba. Hann
hefur ætíð verið orðlagður fyrir drengskap og
hjálpsemi, framkvæmdamaður mikill, og þá
á Ijettasta skeiði. Þá bjuggu þeir í Bakkagerði
Jón Jónsson faðir minn, og Jón bróðir minn,
sem síðar var kendur við Sleðbrjót. Bakka-
gerði er útbýli undan Ketilsstöðum og höfðu
þessir þrír Jónar sameiginlegan ábúðarrjett á
allri jörðinni, en skiftu með sjer landsnytjum
eftir þörfum, þvi landrými var nóg. Jeg var
þá 19 ára og var hjá föður minum; aðra vinnu-
menn hafði hann ekki.
Milli Ketilsstaða og Böðvarsdals er fjallvegur
sá er Hellisheiði heitir, það er brattur fjallveg-
ur og torsóttur en ekki langur. Fagridalur skerst
inn í fjöllin milli þessara bygða, og ná drög
hans inn á austurbrún Hellisheiðar. Er því af-
liðandi halli af fjallsbrúninni út Fagradal, en
hvergi brattar brekkur.
Fegar leið fram á útmánuði þenna vetur, þá
fór Runólfur bóndi að sjá fram á heyskort, því
þar var snjóþungt mjög. Tók hann því það ráð
að leita hjálpar hjá þeim nöfnum fyrir austan
heiðina. Þeir brugðust vel við því og tóku af
honum alt fje hans fullorðið, á hús og beit,
því þar var snjóljett, eins og oftast er í Jökuls-
árhlið. Hey ljetu þeir hann hafa eftir þörfum,
en mann Ijet hann fylgja fjenu.
Um sumarmálin hlánaði talsvert, og hugðu
menn þá að harðindunum væri lokið. Runólfur
bóndi ljet því reka heim fje sitt, því þá var
komin upp beit nokkur í Böðvarsdal.
En því miður fór þá eins og oftar, að sumar-
málabatinn reyndist svikull, því skömmu siðar
spiltist tíð fyrir alvöru. Fyrst gerði norðanátt