Óðinn - 01.01.1932, Síða 18

Óðinn - 01.01.1932, Síða 18
18 ÓÐINN líka gerðu, og efnuðust vel af, og urðu sómi og stoð síns bygðarlags, og sagði Þorsteinn, að sjer hefði verið holt og gott að kynnast þessum mönnum. En oft mintist Þorsteinn á það, að tveimur mönnum hefði hann kynst mestum hug- sjónamönnum, en það voru þeir sjera Jens Pálsson og Arnbjörn Ólafsson, síðast í Keflavik. Hann sagði að Arnbjörn hefði alveg sjeð í hendi sjer hverja stefnu útgerðin tæki; hún hlyti að verða rekin með vjelakrafti, annars dæji hún út, og að menn ættu að vinna að þvi að selja fisk- inn upp úr sjón- um, aldrei að liggja með hann. Nú væri það að koma fram, sem Arnbjörn hefði sagt. Hann mint- ist hans oft með hlýjum huga, og saknaði þess, hvað hann varð heilsu- tæpur. Veturinn 1899, milli jóla og nýárs, brann húsið hjá þeim Þorsteini og Krist- ínu og kýrnar köfnuðu í fjósinu. Þetta varð með svo skjótri svipan, að fólkið bjargaðisf nauflulega út úr eldinum. Þau töpuðu aleigu sinni, því alt var óvátrygt, og stóðu þau uppi allslaus með 9 börn. Þorsteinn var stór- skemdur af brunasárum og misti sjónina, en fjekk hana aftur eftir nokkurn tima, fyrir sjer- staka ástundun og nákvæmni þáverandi hjer- aðslæknis þar syðra, Þórðar J. Thóroddsen, sem græddi Þorstein að fullu, og var það talið ganga kraftaverki næst. Nú sýndi sig, hve vinsældir þeirra hjóna voru miklar, því svo mátti segja, að allir vildu rjetta þeim hjálparhönd, börnin voru tekin á bæjun- um f kring, og þeim hjónum bárust meiri og minni gjafir úr mörgum áttum. Um vorið flutt- ust þau að Meiðastöðum, eins og áður er getið, og nokkru síðar keypti Þorsteinn þá jörð. Kristín var fædd í Þerney 23. nóv. 1863. 11 óra gömul fluttist hún að Melbæ, ásamt móð- ur sinni, og ólst þar upp hjá móðursystur sinni, Kristínu Magnúsdóttur, og manni hennar Guðm. Auðunssyni. Var hún kornung, er hún giftist Þorsteini. Það er alment talið, að ef konan sje myndarleg, stjórnsöm og hagsýn, þá verði hún góð húsfreyja. Alla þessa hæfileika hafði Kristín f svo ríkum mæli, að hún komst fljótt í tölu þeirra húsmæðra, sem taldar voru mestar konur á Suðurnesjum. Umhyggjusemi hennar fyrir heimilinu mun Iengi verða við brugðið af þeim, sem til þektu. Það var hennar mesta yndi og ánægja, að gefa þeim og gleðja þá, sem bágt áttu og Iitlu höfðu úr að spila. Hún hafði þá óbifanlegu trú, að því meira sem hún miðlaði af efnum sinum, því meiri blessun yrði í búi sínu, og sagði,að sjer hefði oft orðið að þeirri trú sinni. Eftir- farandi sögu sagði hún mjer þessu viðvíkjandi: Einu sinni lentu nokk- ur skip f Leir- unni i ofsaveðri. Þetta var í byrj- un vetrarvertíðar, og voru menn ekki farnir að taka út lífsnauðsynjar sínar í Keflavík. Porsteinn bauð mönnunum heim til að fá hressingu, sem bæði voru hraktir og svangir, og þá borðuðu og drukku 42 menn í Melbæ, og allir fengu þeir húsaskjól um nóttina, og góðgerðir áður en þeir fóru um morguninn. En þá sagðist hún ekki hafa átt eftir einn munn- bita handa börnunum, sem þá voru 9, fyr en búið var að senda inn til Keflavíkur. Þorsteinn reri um morguninn og kom með hlaðið skip, fór svo til Keflavíkur að sækja ýmsar nauðsynj- ar, og um kvöldið, sagði Kristin, var nóg af öllu. Annars bar það oft við, að menn lentu í Leiru og Garði, og fengu bestur viðtökur, án nokkurs endurgjalds. Það þótti sjálfsagt, að taka vel á móti sjóhröktum mönnum. Á seinni árum átti Kristín við langa vanheilsu að stríða, og lá langa tíma, og þá voru það hennar mestu ánægjustundir að hafa sem flest af börnum sínum í kringum sig, sem líka reyndust henni mjög góð og umhyggjusöm. Porsteinn frá Meiðastöðum. Kristin frá Meiðastöðum.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.