Óðinn - 01.01.1932, Side 20

Óðinn - 01.01.1932, Side 20
20 ÓÐIN N • tækraflutning, þá var þar ekkert hálmstrá að hafa, sem ýtt gæti við honum Jóni í »Báru« með 15 barna fjölskylduna sína. Það var sumarið 1882 að jeg fyrst kyntist Jóni sál. Hann var þá kaupamaður hjá foreldr- um mínum, þá 36 ára, eldfjörugur, áhugasam- ur athafnamaður, og man jeg að móðir mín sagði, að hún tæki sláltinn hans Jóns, bæði að vandvirkni og víðáttu, sem hverra tveggja ann- ara. En þó Jón sál. væri ekki nema aðeins tvö sumur hjá foreldrum mínum, og upp frá því væri vik á milli vina, þá megnaði þó engin vík, fjörður eða flói að slíta vináttubönd okkar á meðan báðum entist aldur. Og ávalt mun jeg minnast þessa horfna vinar míns með aðdáun og virðingu, einyrkjans, sem erfiðleikarnir, hung- urvofa og hörð lífskjör, aldrei gátu hugað, en sameinuðu viljann og orkuna til enn meiri at- hafna og hvíldarlausrar baráttu fyrir velferð konu og barna. — Fyrir 50 árum síðan voru það sannariega engin sældarkjör að vera ein- yrki á örreitiskoti með fjölda barna hjer á Suðurnesjum. Mannúðin og samúðin með eymd- arkjörum einyrkjans var þá ekki eins hugnæm í hjörtum meðbræðranna eins og nú. Hitt var þá meiri áhersla lögð á, að framfylgja til hins ýtrasta ákvæðum sveitarstjórnarlaganna um fá- tækraflutning, og varð þá margur góður dreng- ur að beygja sig fyrir harðinu á þessum fátækra- manna jjanda,og missa svo hin borgaralegu mann- rjettindi sín um leið. En móti þessum argasta óvini öreigans og einyrkjans varð hann Jón í »Báru« að berjast með allan barnahópinn að baki sjer. En hann gekk ótrauður og óskelfdur út í orustuna, hann álti þau vopn til að verj- ast með, sem aldrei brugðust honum, óbilandi viljaþrek og tvær traustar hendur, sem vörðu Bárugerði fyrir heimsókn hungurvofu og harð- rjettis, og var Bárugerði þó ekki neitt óðalssetur þegar þau hjón flultu þangað fyrst (1875), held- ur húsalaust, niðurnítt örreitiskot, og þessi litli túnskækill, óslitnar bárur og bylgjur (kargaþýfi), en hann Jón stóð ekki með höndur í vösum, til þess að horfa á kargaþýfið á kotinu sínu; hann var fljótur að hreyta hárótta blettinum í blóm- legan sljettan völl, sem bar honum margfaldan ávöxt að fárra ára fresti, auk þess sem hann stækkaði túnið og margfaldaði matjurtagarðana, en þess er vert að geta, að á fyrstu frúmbýlis- árum naut hann mikillar aðstoðar hinnar ágætu og mikilhæfu konu sinnar, sem fylgdi honum í öllu samstarfinu með frábærum áhuga og at- orku, en árlega bættist við barnahópinn þar til þau voru orðin 15. Þá var auðvitað störfum hinnar ágætu konu orðinn takmarkaður tími útávið, því nóg var að hngsa um og hirða inn- ávið, en þegar svo var komið, hló hinn Ijett- lyndi og lífsglaði einyrki að erfiðleikunum. Hann hamaðist því meira við vinnuna sem fjölskylda hans varð fjölmennari. Sem dæmi þess, hversu sjálfsbjargarviðleitnin var honum hugarhaldin á meðan erfiðleikarnir voru sem mestir, og öll börnin voru í ómegð, þá var það dagleg iðja Jóns á haustin, þegar útsynningar gengu og aldrei gaf á sjó sunnan Garðskaga, að hann að afloknum heimilisönnum fór niður í Sandgerðisíjörusandinn, og stóð þar tímum sam- an við að grafa upp fjörumaðk, sem hann svo í rökkurbyrjun hljóp með inn í Garð, þar sem þá var landburður af fiski. Seldi hann þar maðkinn fyrir nýjan fisk, lagði svo á stað aftur heimleiðis í brúnamyrkri með drápsklyfjar á baki sjer fulla 4 km. ferð yfir óslitnar vegleysur. En aldrei kom Jón svo seint heim, að ekki væri sjóðandi vatnið í pottinum hjá konunni, til þess að sjóða nýjan fisk handa barnahópn- um, var svo lifrin brædd á meðan fiskurinn var að soðna, svo börnin gætu fengið lýsi með soðningunni. Því sagði Jón eitt sinn við mig: »t*að var þorskalýsið sem bjargaði lífi og heilsu barnanna minna«. Og það hefur hann áreiðan- lega sagt salt, því þorskalýsið var víst aðalviðbitið meðan erfiðleikanna gætli sem mest og allur barnahópurinn var í ómegð. Hinn 12. janúar 1908 misti Jón sál. hina á- gætu konu sína, eftir 33. ára ástrika sambúð og samstarf, en þá voru öll börnin komin úr ó- megð, það yngsta 13 ára, og heimilisástæðurnar að gerbreytast, hagur búsins að blómgast með hverju ári sem leið, svo þegar Jón sál. brá búi, var uppskera eríiðleikanna auðsæ hverjum gesti, sem að garði bar í Bárugerði, blómlegur upp- kominn barnahópur og búsæld og bjargargnægð í hverjum krók og kima. Að vallarsýn var Jón sál. tæplega meðalmað- ur að hæð, en þjettvaxinn og herðabreiður, en hver hreyfing var mörkuð af lifsfjöri og þrótti, en aldrei sá jeg svo Jón sál. á síðari árum, að ekki kæmi mjer í hug mynd, sem jeg á af enska Parlamentsmannum John Bright (bjarta),

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.