Óðinn - 01.01.1932, Side 21

Óðinn - 01.01.1932, Side 21
ÓÐINN 21 hið sama brosmilda og bjarta bóndaandlitið, sama háa, hvelfda, hvíta ennið og nákvæmlega sami hár- og skegg-vöxtur, og þó annar þeirra stæði nálega efst en hinn nálega neðst í hinum svokallaða menningarsliga, þá gætti þó hinna sömu skapgerðareinkenna hjá báðum. Annar þrunginn af eldmóði og áhuga fyrir ættjörð sína og hagsmuni hennar, hinn með sömu skap- gerðareinkennum, þróltinum og þolinu til bjarg- ráða og blessunar fyrir barnahópinn sinn. Af 15 börnum þeirra hjóna eru nu 8 lifandi, þrír synir og fimm dætur. Öll eru börnin hin mannvænlegustu, 7 gift og í ágætum efnum. Er það því engÍDn smáræðisarfur, sem einyrkinn í Bárugerði eftirskildi ælljörð sinni, enda líka tignuðu hörnin öll og tilbáðu sinn góða og fórn- fúsa föður, og leituðust við á allan hátt að gera honum elliárin sem ánægjulegust, En 5 síðustu árin dvaldi hann að mestu leyti hjá Katrínu dóttur sinni, og þar heimsólti jeg öldunginn í siðasta sinni fyrir tæpum tveim árum siðan, og var þá ekki að sjá, að erfiðleikar og hörð lífs- kjör hefðu markað hið minsta spor á hinu bros- milda og bjarta andliti öldungsins (eins og myndin, sem tekin var fyrir tveimur árum, sýnir). En rjett áður en jeg kvaddi gamla vininn minn í síðasta sinni, spurði jeg hann, hvort honum fyndist hann kvíða nokkuð dauðanum. Öldung- urinn hóf sig í sætinu um leið og hann svaraði með áherslu: »Nei, vinur minn, höndin er hætt að geta starfað og hugsunin er orðin reikulog sljó, svo nú þrái jeg orðið hvíldina, þó jeg lifi nú sem blóm i eggi og borin á höndum barnanna minna. En hinu kvíði jeg«, bætti öldungurinn við, »ef þessi óendanlega eilifðartilvera er enda- laust aðgerðarleysi, jeg held það eigi ekki við mig«. Jeg hló um leið og jeg klappaði á öxl gamla vinar míns og sagði: »Vertu þess fullviss, að svo mikið sem þú hafðir að starfa i Báru- gerði fyrir barnahópinn þinn, þá færðu þó meira að starfa »guðs um geim«, þegar þú ert farinn hjeðan«. — »Jeg er líka að vona að svo verði« svaraði hann, og var sem æðri ljóma brigði fyrir í hinum ellidöpru augum öldungsins. Nú hefur þú, gamli vinur minn, fengið hina þráðu hvíld, og þjer var hennar þörf, því Liflð þitt var löngum strangt; þjer var hvíldar þörf í elli; þig sem helju lagði að velli dauðinn eflir dagsverk langt. Lík hans var flutt suður að Bárugerði, og var hann jarðsunginn að Hvalsneskirkju af fyr- verandi sóknarpresti hans, sjera Friðriki Hall- grímssyni dómkirkjupresti. Var útförin gerð af hinum mesta höfðingsskap og rausn. Ó. K. 4 Páll Rósinkransson var fæddur að Tröð í Önundarfirði 2. október 1864, sonur merkisbóndans Rósinkrans í Tröð, Kjartanssonar s. st., ólafssonar á Eyri í Ön- undarfirði. ólafur þessi fluttist að Eyri frá Núpi i Dýrafirði. Skömmu eftir aldamótin 1800 ætl- aði hann að flytja sig búferlum með konu og syni lil Noregs. Hafði lausakaupmaður einn boð- ist til að útvega honum jörð í Noregi og boðið að flytja hann og fjölskyldu hans á skipi sínu. þá stóð ófriður milli Dana og Englendinga, en þar sem Norðmenn lutu þá Dönum, drógust þeir inn í ófrið þenna. Englendingar tóku skip það, er Ólafur flultisl á, hernámi, og höfðu með sjer til Englands, og þar andaðist Ólafur nokkru síðar. Kona hans og synir fluttust svo aflur heim til ættjarðar sinnar og ættaróðala, og er fjöldi dugandi og merkra manna út af þeim kominn. ólafur var sonur Magnúsar bónda á Núpi Björnssonar s. st., Jónssonar prests á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð, Torfasonar prófasts í Gaul- verjabæ, Jónssonar silfursmiðs og fræðimanns á Núpi, Gissurarsonar sýslumanns s. st, Þor- lákssonar sýslumanns s. st., Einarssonar Sig- valdasonar langalífs. — Mætti vel kalla ættlegg þenna frá Þorláki sýslum. Einarssyni, bróður Gissurar biskups, Núpsætt, því í nær þrjár aldir er jörð þessi í eigu ættar þessarar og lengstum í ábúð ættarinnar líka. En Þorlákur hlaut jörð- ina með konu sinni Guðrúnu, er var dóttir Hannesar hirðstjóra Eggertssonar og Guðrúnar Björnsdóttur frá Ögri, Guðnasonar. Gissur sýslum. Porláksson fórst í snjóflóði á Rafnseyrarheiði veturinn 1597, en Ragnheiður kona hans, en dóttir Staðarhóls-Páls og Helgu Aradóttur lögtnanns Jónssonar biskups Arasonar, gekk síðar að eiga Svein prófast Símonarson i Holti í Önundarfirði og var Brynjólfur biskup sonur þeirra.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.