Óðinn - 01.01.1932, Side 25

Óðinn - 01.01.1932, Side 25
ÓÐINN 25 vigð 18. júlí 1897, og sama dag gefin saman í henni Jonathan Johnson, sonar-sonar-sonur sra Gísla Jónssonar Jakobssonar sýslumanns, hálf- bróður Jóns Espólín, og Soffía dóttir L. Bergs hvalveiðamanns á Framnesi í Dýrafirði. 1 stað gamalla bæjarhúsa, reisti Friðrik stórt og vand- að timburhús, og samkomuhús bygði hann, er hann síðan gaf hrepnum fyrir þinghús. Og öll önnur hús á jörðinni endurnýjaði hann eða reisti við að meira og minna leyti af nýju. Sjest af þessu að mikil mannvirki liggja eftir hann á Mýrum. Eins og áður er getið, voru Friðrik brátt falin flest eða öll opinber trúnaðarstörf fyrir hreppinn, er góðan mann þurfti í að skipa, og gegndi hann þeim öllum af mestu alúð og áhuga og eins og best er kostur á um þau störf. í hreppsnefnd var hann kosinn á fyrsta búskaparári sínu og gegndi því starfi alla búskapartíð sína; þar af 12 ár oddviti. Hreppstjóri var hann skipaður 1893 og hafði það starf á hendi full 29 ár, og í sýslu- nefnd Vestur-lsafjarðarsýslu sat hann um 30 ár. Sáltasemjari var hann skipaður 1895 og að sjálf- sögðu brjefhirðingamaður og símstöðvarstjóri, er þær stofnanir voru settar á Mýrum. Enn má lelja, að hann var lengst af sóknarnefndarmaður og safnaðarfulltrúi og mörg ár söngstjóri í Mýra- kirkju, og enn fleiri störf voru honum faiin. Sýnir þetta, hve mikils trausts hann hefur not- ið. Enda munu af sveitungum hans lengst af hafa verið borið undir hann flest ráð er nokkur vandi þólti á. Fyrir landsmálum hefur hann haft mikinn áhuga og fylt þar flokk sjálfstæðismanna. Fyrir alla þessa starfsemi sína í opinberum mál- um og á orðlögðu rausnarheimili sínu var hann árið 1923 sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar. Á Mýrum hafði lengi verið höfðings- og risnu- heimili, og Ijet Friðrik ekki þá venju niður falla. Var gestrisni og greiðasemi jafnan í tje látin öll- um, sem að garði bar, og þeir voru margir, þar sem þar var bæði kirkjustaður og þingstaður og mikil umferð ferðamanna og margra, sem þang- að áttu margvísleg erindi. 1 öllu þessu og annari starfsemi Friðriks var kona hans honum samhent og hin besta stoð. Hún var, eins og áður er getið, Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Hún var fædd i september 1960, ein af hinum nafnkunnu Mýrasystkinum, dóttir Guðmundar Brynjólfssonar, dannebrogsmanns á Mýrum, og voru henni því tamir og kunnir allir heimilishættir, er þar höfðu verið. Hún var bæði mæt og merk kona,* hafði mikið starf og góða stjórn innan húss á heimili sinu, hjálpfús og hjartagóð við alla, sem hún gat til náð og liðs- þurfa voru, og var af öllum sem til þektu vel virt og mikils metin. Hún andaðist árið 1929. Þau Friðrik og Ingibjörg eignuðust 2 börn, son og dóttur, en 6 börn ólu þau upp úr bernsku til fullorðins ára. Sonur þeirra hjet Jón, efnis og áhuga maður og líklegur til að taka á sínum tíma við af þeim föðurleifð sinni. En þau urðu fyrir þeirri sorg, að hann drukknaði 24 ára gamall haustið 1913 á heimleið úr Súgandafirði á mótorbát. Dóttir þeirra heitir Guðrún, gift Carl Ryden kaupmanni hjer i Reykjavik. Eftir að Friðrik Ijet af búskap hefur hann flulst hingað til Reykjavíkur og dvelur nú hjá dóttur sinni og tengdasyni og hefur starf við verslunina með honum, því að ekki fellur honum að hafa ekki nokkuð fyrir stafni. Þegar hann flulti að vestan, hjeldu sveilungar hans honum kveðjusamsæti og sendu honum heiðursgjöf í þakklætisskyni fyrir langa og mikla og góða starfsemi hans meðal þeirra. Enn ber Friðrik vel árin og er ern og hraust- ur. Er sú ósk vandamanna hans og vina, og þar á meðal þess, er þetta ritar og sem mikillar vin- áttu hans á að minnast, að svo megi enn lengi haldast. gr ^ * Sigurður Sigurðsson steinsmiður frá Bræðraborg. Hann andaðist að heimili sinu, Laugarási i Riskupstungum, hinn 22. maí siðastliðið vor. Hann var fæddur í Gelti í Grfmsnesi 6. desbr. 1840 og því rúmlega níræður, en þrátt fyrir hinn háa aldur, var hann samt hraustur og hress í anda, hugsunin skir og minni óskert. Sjónina misti hann þó fyrir rúmum 5 árum, var það honum mikil raun, því starfsþrekið var mikið og þráin til afreka sífelt vakandi. Af því að þessi gamlí maður var að minu á- liti, og sjáifsagt margra þeirra, sem þektu hann vel, einn hinn mætasti maður úr flokki alþýðu- manna, þeirrar kynslóðar sem nú er að mestu til moldar hnfgin, og þeirrar menningar, sem

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.