Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 27
Ó Ð I N N
27
mentunar í æsku. Fræðslumálum var þá þann
veg farið meðal alþýðu, að eigi var hirl um að
kenna börnum annað en lestur, svo þau gætu
lært kverið og þar með komist í kristinna manna
tölu. Þeir sem vildu læra að skrifa og reikna
urðu venjulega að sjá sjer fyrir kenslu sjálfir,
þar á meðal var hann. Á hjelaðar gluggarúður
dró hann fyrstu stafina, en úti var broddstaf-
urinn penninn og hjarnið pappírinn, og tímann
fjekk hann til þess, þá er hann gætti fjár föður
síns. Á þennan hátt tókst honum að ná góðri
rithönd og það sem meira var, furðugóðri rjett-
ritun llka, mun hann þar hafa sýnt sama áhuga
og hann jafnan sýndi við vinnubrögð sín, þar
sem saman fór hæði vandvirkni og stórvirkni.
Nokkur sumur var hann flokksstjóri við vega-
lagningar landssjóðs, er til þess tekið hve vel
þeim flokki vanst er hann stjórnaði, enda var
hann eigi þannig innrættur, að honum fyndist
viðeigandi að vinna ver hinu opinbera en öðr-
um vinnuveitanda, var hann þar jafnan fremst-
ur í flokki er mest þurfti við í hverju verki og
dró eigi af sjer, enda leyfðist engum, er undir hans
stjórn var, að dunda við vinnuna. Eitt sinn spurði
jeg mann, sem unnið hafði í flokki Sigurðar,
hvort hann hefði ekki verið vinnuharður umof.
»Víst var hann vinnuharður, en svo rjettlátur
og sanngjarn, að enginn gat með rjettu að því
fundið«. Sjest á því meðal annars, að hann hef-
ur haft góða hæfleika til mannaforráða.
Hann var stór maður vexti og fríður sýnum,
prúður í framgöngu og fyrirmannlegur, og var
eitthvað það í Iátbragði hans og framkomu allri,
er olli þvi að enginn eða fáir munu hafa leyft
sjer að troða hann um tær sem kallað er. Fast-
ur var hann á sinni skoðun, fremur fálátur en
þó viðkynningargóður, valdi sjer eigi marga að
vinum, en var vinavandur. Glöggur á skapgerð
manna og hæfileika en þó laus við alla dóm-
herslu í garð annara. Var hann svo grandvar
maður i orðum, að jeg minnist ekki að hafa
þekt neinn honum fremri í því. Reglusamur
með afbrigðum bæði í daglegu lífi og viðskift-
um. Hann var í fáum orðum sagt einn þeirra
fremur fágætu manna, sem með lífi sínu og
íramkomu leggja ýmiskonar verðmæti í skaut
samtíðar og framtíðar, enda þótt starf þeirra
liggi ekki á sviði opinberra mála.
Því vildi jeg óska þessari þjóð til handa, að
henni mætti auðnast að eignast sem flesta syni
líka Sigurði sál. að atgervi og mannkostum. Þá
myndu vel skipast ýms sæti þessa þjóðfjelags,
bæði æðri sem lægri, því sitja mundi þar að
völdum hin volduga þrenning, trúmenska, sann-
leiksást og dugnaður.
Laugarási i marz 1932.
Anna Eggertsdóttir.
Sl
Vatnið hnfgur af háum fjöllum.
Vatnið hnígur af háum fjöllum;
hnigur á hvössu grjóti.
— Ilt er að binda ást við þann,
sem enga leggur á móti.
Vatnið hnigur af háum fjöllum;
hefur svo margt i för.
Sumum færir það fagran söng <
og fagurt bros á vör.
Vatnið hnígur af háum fjöllum;
heldur svo mörgu að eyra.
Jeg heyrði i gljúfri harma kvein,
hlátur og sitt hvað fleira.
Vatnið hnigur af háum fjöllum;
hnígur i djúpan ál.
Sumum verður það svala lind;
sumum banaskál.
Vatnið hnigur af háum fjöllum;
hnigur svo langt og víða.
— Hefur þú gengið í grænan lunnd;
gengið til vorsins tíða?
Vatnið hnígur af háum fjöllum;
hnígur i kolblátt djúp.
Enginn veit hvað undir býr
álsins skuggahjúp.
Vatnið hnígur af háum fjöllum;
hnigur með dyn af sorgum.
— Næsti dagur skautar skarti
á skýjaborgum.
S. Fr.
I
f
ú