Óðinn - 01.01.1932, Síða 28

Óðinn - 01.01.1932, Síða 28
28 ÓÐINN Nicolaj Ðjarnason. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum 22. des- ember 1860, og fór ungur að stunda verslun hjá H. E. Thomsen, kaupmanni. Til Kaup- mannahafnar fór hann haustið 1879 og var þar við verslunarnám um veturinn, en kom heim sumarið 1880. Haust- ið 1882 bauðst honum starf hjá Fischersversl- un hjer í bænum, og tók hann því og kom hingað 26 október það ár. Næstu 12 ár vann hann við Fischers- verslun hjer í bænum, en árið 1894 fluttist hann til Keflavíkur og tók þar við verslun Fischers, sem þá var fremur lítil. Veitti hann henni forstöðu í 6 ár, og óx hún mikið á þeim árum og varð mjög vinsæl undir stjórn hans. Árið 1900 var hon- um falið að taka við Fischersverslun hjer í bænum, þegar verslun- arstjórinn, Guðbrand- ur Finnbogason, and- aðist. Eftir það varhann verslunarstj. Fischers- verslunar þangað til hún var seld 1904. Þá rak hann sjálfur verslun nokkur ár og hafði á hendi afgreiðslu flóabáts- ins Ingólfs. Hann áttt og þátt í þilskipaútgerð um skeið, og hestvagna hafði hann hjer lil fólksflutninga áður en bifreiðaferðir hófust. Árið 1908 varð hann afgreiðslumaður Bergenska gufuskipafjelagsins, og hefur verið það síðan. Bergenska fjelagið hóf siglingar hingað það ár, og voru þá ekki önnur fjelög fyrir en Sameinaða fjelagið ogThore. Var því að vonum fagnað þeim samgöngubótum, sem urðu bjer við komu Bergenska fjelagsins, en að öðru leyti má segja, að það hafi jafnan notið vin- sælda þessa fyrsta afgreiðslu manns síns hjer í bænum. Nic. Bjarnason festist mönnum vel í minni við fyrstu kynni. Hann er mikill vexti, þrekinn mjög og karlmannlegur, hýr og glaður og hlý- legur í umgengni og gerir sjer engan manna- mun. Ekki vita menn lil þess að hann eigi neina óvildarmenn, en vinir hans eru margir, jafn- vel þó að þeir, sem hann kyntist hjer á fyrstu árum sínum í Reykjavík, sjeu nú nær allir fallnir frá. Hann ber aldurinn ágæt- lega, bæði í andleg- um og líkamlegum skilningi, hefur jafnan verið við bestu heilsu og gengur að öllum sínum störfum með óbreyttum dugnaði. Hann hefur oft farið utan og stundum dvalið langdvölum er- lendis og meðal ann- ars ferðast víða um Býskaland. Þær miklu framfarir, sem hjer hafa orðið síðan hann kom hingað fyrst, hafa ekki komið honum neitt óvart. Hann hef- ur sjálfur tekið þátt í þeim og yngst með þeim, en aldrei dreg- ist aftur úr eða verið athafnalaus áhorfandi. Nic. Bjarnason kvæntist 7. sept. 1893 Önnu Thorteinsson, dóltur Þor- steins Thorsteinsson kaupmanns og alþingis- manns frá Isafirði. — Börn þeirra fjögur eru öll á lífi og barnabörn 14. Sl Lögrjetta, Henni var breylt í tímarit um síðastliðin áramót, og verður hún stærsta tímarit landsins, á að koma út i 6 heftum árlega, með fjölbreyttu efni, m. a. yfirlitsgreinum um útlend mál, eins og áður. Ritstjórar eru Porsteinn Gíslason og Vilhj. P. Gíslason magister. Nicolaj Bjarnason.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.