Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 32
32
Ó Ð I N N
Líkfylgd Nikulásar.
fremur. Hann vildi í engu vamm sitt
vita. Jeg hygg, að hann hafi verið vin-
sælasti bóndinn í Flateyjarhreppi um
sína daga. Honum heyrði jeg aldrei
hallmælt. Hvernig sem öldur risu í
hjeraðsmálum og pólitík sat Nikulás
altaf á »friðstóli« og öllum var vel til
hans.
Þó er það enn ótalið, sem einkendi
Nikulás flestum fremur og var einn af
hans bestu kostum, en það var greið-
vikni hans og hjálpsemi við hvern
sem í hlut átti. Hann vildi leysa hvers
manns vandræði. — En nú er hann fallin frá,
Yfirlætislausi, prúði og góðviljaði bóndinn í
Sviðnum er genginn til feðra sinna og liðsinnir
ekki fleirum hjerna megin grafarinnar. En ætti
hann þess kost, að rjetta þeim hjálparhönd,
sem hjálparþurfa eru hjer á jörðinni, mundi ekki
viljan skorta. Minning hans er óvenju verðmæt.
Sje hugurinn látinn dvelja við minningarnar, sem
Nikulás ljet eftir sig, slær bjarma á veginn.
Bergsveinn Skúlason.
Til skóiastjóra Sigurðar Jónssonar
á sextugsafmæli hans 6. maí 1932.
Heill sje hara snjöllum.
Hróður syng jeg bróður
svinnum vel, er sinnir
sjót í tímans róti.
Rjett hann reiknar sjetta
runninn tug í unnir.
Yngja ár hinn slynga.
Enn er list i penna.
Forðum vann með fyrðum
fjölda starfa höldur,
fræddi Iýð og leiddi,
ljeði öllum gleði,
taldi tvítuggildur
tölur oft í sölum,
kindir flestar kendi,
kallaði þær að stalla.
Vitur valdabeitir
var í hverju svari,
hóf á öllu hefur,
hafinn yfir skrafið,
dylur skap og skilur
skaða reikuls hraða,
dæmir væga dóma,
drengur reynist lengi.
Sól úr loflsins sölum
signi geislum iignum
fyrirmann á frerum,
fríðu liði blíðan.
Brosi blóm í grasi
besta vorsins gesti,
heiði hjúpað roða
handar bendi anda.
Hallgr. Jónsson,
Samúel Eggertsson og
Marta E. Stefánsdóttir.
Samúel Eggertsson er fæddur að Melanesi í
Barðastrandarsýslu 25. maí 1864, sonur Eggerts
Jochumssonar frá Skógum við Þorskafjörð
(1833—1911), eins hinna svonefndu »Skóga-
bræðraw, sem margir kannast við, og fyrri konu
hans Guðbjargar Ólafsdóttur frá Rauðamýri í
lsafjarðarsýslu, Bjarnasonar frá Arngerðareyri
(1827—1890). Voru þau hjón bæði vel gefin og
talsvert ólik. Hann var fremur hneigður til
menta en líkamlegrar vinnu, var þó góður
verkmaður, þegar hann stundaði almenna
vinnu. Skáldmæltur var hann vel, eins og hann
átti kyn til og orkti oft hnittnar vísur og kvæði.
Hann var listaskrifari. Lengi stundaði Eggert
barnakenslu, um eitt skeið við skólann á ísa-