Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 34

Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 34
34 ÓÐINN Gísli Jónsson (Hvanndal) og Guðborg Ingimundardóttir. Gísli sál. var fæddur í Ytri-Galtavík í Skil- mannahreppi 3. marts 1895, sonur Jóns ólafs- sonar bónda þar og konu hans Sesselju Þórðar- dóttur. Hann misti móður sína 5 ára gamall og ólst upp hjá föður sínum og seinni konu hans, Guðrúnu Jó- hannesdóttur. — En Guðborg sál. var fædd 20. des. 1896, að Staðar- hóli í Dalasýslu, dóttir Ingimund- ar Jónssonar og Jakobínu Magn- úsdóttur. Gísli og Guðborg giftust árið 1920 og dvöldu fyrsta ár- ið í Reykjavik. En árið eftir dó faðir Gísla og fluttu þau þá að Ytri-Galtavik. Þar bjuggu þau í rúm 8 ár, eða þar til Gísli andaðist 27. nóv. 1929. Eftir lát Gísla sál. brá kona hans búi og seldi jörðina. Fluttist hún þá vestur í Dalasýslu og giftist þar, 31. maí 1931, Guðmundi Theódórssyni, kaupfjelagsstjóra í Stór- holti, hinum mesta sæmdarmanni. Voru þau í hjónabandi hálfan þriðja mánuð, en þá andað- ist hún, eftir stutta en stranga legu. Gísli og Guðborg eignuðust sex börn, var hið elsta 9 ára, en yngsta 3 mánaða, er faðirinn dó. Gisli var hið mesta prúðmenni í allri fram- komu, enda hvers manns hugljúfi. Hann var karlmenni að burðum og var því mjög sókst eftir honum til vinnu hvort heldur til lands eða sjávar, útsjónarsamur og hygginn búmaður. Hann stundaði sjómensku á togurum á vetrar- vertíðinni, samfara búskapnum, þar til heilsa hans bilaði, þá hætti hann því aukastarfi og stundaði búskap af alefli, og var konan honum styrkur í öllum störfum, því hún var mesta dugn- aðarkona, geð- prúð og glaðlynd, og bar heim- ili þeirra fagurt vitni um hús- móðurhæfileika hennar. — Þegar Gísli og Guð- borg byrjuðu bú- skap í Galtavik áttu þau sama sem engar eign- ir. Fyrst höfðu þau jörðina á leigu.enfestu sið- ar kaup á henni. Græddu þau út túnið og girtu alla landareign- ina, bygðu gripa- hús og ágæta hlöðu. — Hann vann alt af á við tvo meðalmenn, að hverju verki sem hann gekk, enda var alt af vitnað í dugnað Gísla í Galtavik, þegar á hann var var minst af nágrönnum hans og samsýslungum. Er það undravert, hve þeim Gísla og Guð- borgu græddist mikið fje, þann stutta tíma er þau bjuggu í Galtavík. Með alla ómegðina þá vildu þau aldrei þiggja neitt af öðrum, nema yfirborga það aftur. Þegar búið var gert upp, var skuldlaus eign þess talin 16000 krónur. Hjer voru að starfi hjón með 6 börn i ómegð, og má nærri geta, að til þessa hefur þurft ráðdeild og framúrskarandi dugnað, enda höfðu þau báða þessa kosti í ríkum mæli. Ó. J. Hv.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.