Óðinn - 01.01.1932, Side 38

Óðinn - 01.01.1932, Side 38
38 ÓÐINN sjálfan mig. ]eg opnaði dyrnar, en aldrei hefur mjer brugðið meira við, því að á móti mjer streymdi hin notalegasta hlýja, og bálið í ofninum skaut skágeisla yfir hvítskúrað borð og bekki og tandurhreint gólf. — Jeg horfði undrandi á Pjetur og hann stóð þar brosandi. »Hvernig fórstu að gera þefta?c spurði jeg; »fjekstu lykil?« »Nei«, sagði hann rólegur. »En þú sagðir, að jeg ætti að gera þetta, svo varð jeg að gera það«. Svo sagði hann mjer, að hann hefði plokkað litla rúðu úr í bakherberginu, og getað svo opnað neðri gluggann, og þar hafði hann borið vatnið og kolin inn. — Jeg hugsaði með mjer, að einhver hefði notað sjer af gleymsku minni og tekið sjer frí, og hefði jeg ekkert getað fundið að því. Upp frá því varð hann mjer hægri hönd og fremur meðstarf- andi en vinnupiltur. Ef jeg gleymdi að segja fyrir um eitthvað, vissi hann, hvað gera þurfti, og gerði það. Hann hjelt öllu í röð og reglu, og þegar jeg hafði sett bækur og pappír á ringulreið, eins og mjer ávalt hættir til, þá færði hann það í lag, nákvæmlega eins og jeg vildi hafa það. Jeg gat ávalt treyst hon- um og þurfti ekki altaf að gefa skipanir, eða finna verkefni, því að hann fann það sjálfur og gerði meira en til var ætlast af honum. Hann var altaf glaður og fjörugur við verk sitt, fullur af áhuga og starfs- fýsi, en aldrei af óðagots umstangi eða ofmikilli íhlut- unarsemi, er stundum getur verið fremur til trafala en greiða. Hann var mjer til mikils ljettis um veturinn. — Samkomur voru nú haldnar í austurstofunni í Mel- steðshúsi, fjelagsfundir o. s. frv., og heyrir það meira til sögu fjelagsins en minni eigin. Samt eru sum atriði, sem jeg get ekki gengið alveg fram hjá. Það fór að koma þó nokkurt líf í fjelagsskapinn og fjölgaði all- mikið fjelagsmönnum, en margir af þeim voru auð- vitað ekki fjelagar meira en að nafninu til og gáfu þeir sig í ýmiskonar útslátt; sjer í lagi freistuðust margir til að vera með í áfengis-nautn, og það ungir piltar um fermingu. Það var hættuleg braut að kom- ast inn á, og heilmikið af milli-fundastarfi mínu var fólgið í, að berjast á móti þessu, með því að aðvara þá, sem jeg komst að, að eitthvað voru breyskir í þessa átt; jeg leit svo á, að mikið af þessu hjá drengj- um og unglingspiltum væri fremur sprottið af gáska og hugsunarleysi og ginningum annara, heldur en af tilhneigingu til sjálfrar nautnarinnar í áfengi, og svo þetta lokkandi, sem alt af fylgir því að njóta hins forboðna í laumi og leynd, en mjer fanst að þetta gæti orðið hættuleg byrjun, sem verða kynni að tjóni síðar meir, þótt það væri talsvert saklaus leikur í fyrstu. — K. F. U. M. er ekki í sjálfu sjer bindindis- fjelag, og tekur engin loforð af fjelögum sínum, en samt starfar það fyrir bindindissemi á almennum kristilegum og siðferðilegum grundvelli. — Jeg skrif- aði þeim piltum til, sem jeg vissi að höfðu verið ánetjaðir í þessu, talaði um það á fundum, einkum hjá eldri deildinni, og átti samtöl við þá í einrúmi. — Jeg aðvaraði líka hina yngri til vonar og vara, en samt svo gætilega, að það skyldi ekki vekja freist- ingu í þeim til þess að reyna það, því stundum getur klaufaleg aðvörun verkað öfugt við það, sem til var ætlast. Sem dæmi má tilfæra, að eitt sunnudagskvöld, er jeg var að tala um Davíð og Golíat við yngri deildina, en í henni voru þá drengir 12—17 ára, líkti jeg Golíat við drykkjuskapinn meðal annars. Mjer varð litið framan í þrettán ára dreng einn og sá að hann roðnaði við eitthvað, sem jeg sagði. — Þegar fundur var úti, kallaði jeg á hann inn í innra herbergið og sagði við hann: »Hvar gerðir þú það?« »Suður í Tjarnarbrekku«. »Hvað voruð þið margir?« »Tíu«. — Jeg sagði við hann: »Þú mátt ekki segja mjer nöfnin á fjelögum þínum, en þú getur sagt þeim að þeir skuli koma til mín allir saman kl. 4 og þá tölum við betur saman«. Hann sagði mjer, að þeir hefðu keypt eina flösku af Bankó. — Næsta dag á tilsettum tíma komu þeir allir tíu, og voru furðulega undirleitir. Er þeir höfðu fengið sjer sæti, las jeg upp fyrir þá sögu um ungan mann, sem hafði byrjað af rængli að vera með, og svo komst hann á glapstigu og komst í átakanleg vandræði, en frelsaðist svo úr þeim á merkilegan hátt. Það var ljómandi falleg og áhrifamikil saga, sem jeg þýddi úr dönsku. Þeir voru sýnilega gripnir, og svo fór jeg að tala við þá um þetta, sem fyrir þá hafði komið, og sagði, að það í sjálfu sjer gerði þeim engan skaða, nema aðeins að því leyti, að þeir hefðu farið á bak við foreldra sína, sem treystu því, að þeir tækju aldrei upp á þessu, og því gæti þetta verið hættuleg byrjun, og gæti orðið þeim að tjóni síðar. — Svo skyldum vjer, og nokkrir af þessum drengjum hafa verið stakir reglu- menn, og á jeg vináttu sumra þeirra enn þá. Það gekk þann vetur óskiljanleg brennivíns-alda yfir bæinn. Þó kvað mest að því, er skipin áttu að leggja út, og sjómenn voru að koma að úr öllum áttum. Þá var fyrir skömmu bygð stór álma við »Hótel ísland«, fram með Vallarstræti. Þar inni voru brennivíns- veitingar og fjekst þar ekkert annað en tómt áfengi. Þar drukku sjómenn sig fulla og drykkjulætin og há- vaðinn heyrðust langt út á götu. Mörgum blöskraði þetta, og að staðnum þyrptust drengir í hópatali til

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.