Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 41

Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 41
ÓÐIN N 41 um fórum við niður að Skálholti og dvöldum þar um tvo tíma. ]eg var hryggur yfir að sjá hve litlar menjar voru eftir af fornri dýrð staðarins, en sú hliðin blasti öðru vísi við útlendingnum. Jeg sagði honum frá þeim merkismönnum, sem til forna hefðu átt þar heima, og fanst honum mikið koma til sögunnar um ]ón Arason, hinn ágæta píslarvott trúar sinnar og þjóðar. Fermaud hafði fengið miklar mætur á íslensku hest- unum, en aðdáun hans náði hæðarmarki, er hann sá þá synda yfir Hvítá. Um kvöldið hjeldum við að Hraungerði, og tók sjera Ólafur Sæmundsson við okkur tveim örmum og vorum við hjá honum í besta fagnaði. Næsta dag hjeldum við til Reykjavíkur. — Fermaud varð forviða að sjá Ölvusárbrúna og kvaðst ekki hafa búist við á sjá slíkt mannvirki á íslandi, og vel ljet hann yfir veginum upp Kamba og þótti hann vel lagður; mjer þólti vænt um að heyra það, því Fermaud var úr mælingadeild (Generalstab) her- foringjaráðsins í Schweiz. Þegar heim var komið, fórum við að vinna að því, að koma skipulagi á fjelagið. Jeg kallaði saman á fund nokkra menn lærða og leika og var biskup, Hallgrímur Sveinsson, forseti. Á þeim fundi voru helstu forráðamenn íslenskrar kristni, dómkirkju- prestur, Jóhann Þorkelsson, allir prestaskólakennar- arnir og svo ýmsir leikmenn, sem kynst höfðu K. F. U. M. í útlöndum. Með því engir af hinum eiginlegu fjelögum í K. F. U. M. höfðu þá náð 25 ára aldri varð að fá utanfjelagsmenn í stjórn. Jeg hafði undir- búið þetta nokkuð og haft af því stórar áhyggjur. Kvöldið áður en þessi fundur átti að vera, var jeg feikna kvíðafullur, hvernig til tækist. Jeg var lengi á gangi með Bjarna Jónssyni, sem þá átti að verða stúdent um vorið. Og að endingu, löngu eftir mið- nætti, báðum við saman heima hjá mjer og bað hann þá upphátt, og var það fyrsti unglingurinn, sem jeg heyrði biðja upphátt í þessi 5 — 6 ár. Það gaf mjer hugrekki og sálarjafnvægi og beið jeg fundarins með mikilli eftirvæntingu eftir það. Á fundinum talaði biskup um starf mitt og fjelags- stofnunina og kvað sjer þykja rjettast, að jeg einn tilnefndi þá menn, sem jeg vildi hafa í þessa fyrstu sljórn fjelagsins. Voru allir því samþykkir. Þá til - nefndi jeg: Jón Helgason, prestaskólakennara, Harald Níelsson, kand. theol., Guðmund Gamalíelsson, bók- bindara, og Stefán Eiríksson, trjeskurðarmann, höfðu báðir hinir síðarnefndu verið meðlimir »íslensku deild- arinnar í K. F. U. M. í Kh.« og svo kaupmann Dittlef Thomsen, sem ávalt hafði verið mjer og fjelaginu svo hlyntur. — Vildi jeg að þessi stjórn sæti í 5 ár, þangað Christen Zimsen konsúli andaðist hjer í bænum 21. mai í vor, liðlegs fimtugur að aldri, fæddur 13. janúar 1882, sonur Christians Zím- sen, sem lengi var kaupmaður í Hafnarfirði og siðar í Reykjavik, og konu hans frú Cathinku, en bróðir Knútsborg- arstjóra, Jes kaup- manns og þeirra systkina. Var Christ- ian Zímsen mesti á- gætismaður og naut hjer almennra vin- sælda. Hann varlengi afgieiðslum. Samein- aða gufuskipafjelags- ins, og við þvi starfi tók Christen sonur hans að honum látn- um og gegndi því til dauðadags. Hann var einnig vinsæll mað- ur og vel látinn og átti sæti í stjórnum ýmsra fjelaga hjer í bænum, svo sem ísfjelags Faxaflóa, Hlutafjelagsins Kol og salt, Styrktar og sjúkrasjóðs versl- unarmanna o. fl. Hann var og ræðismaður ítala hjer á landi. Kona hans var dönsk, Johanne, fædd Hartmann, og lifir hún mann sinn ásamt tveim börnum þeirra: Ellen, sem nú dvelur erlendis, og Christian, sem er stúdent og lyfjafræðingur. til að fjelagsmenn kysu sjálfir, er þeir hefðu aldur og þroska til þess. Átti stjórn þessi sjerstaklega að annast fjelagsmálin út á við og fjármálin, en innan- fjelagsmálin átti jeg að hafa eins og áður, og vera framkvæmdastjóri fjelagsins (sekretær). Jeg bað um að tilsjónarráð yrði stofnað til bráðabirgða og tilnefndi í það: biskup, dómkirkjuprest og lektor prestaskólans. Átti það tilsjónarráð að sjá til að fjelagið færi ekki út af grundvelli hinnar Evangelisku Lúthersku kirkju, gerði jeg það mest fyrir þá sök, að ýmsir bæði hjer og í Danmörk vissu, að jeg að ýmsu leyti hneigðist í áttina til kathólskrar kristni, og gæti því þessi til- sjónarráðstilhögun gefið þeim, sjerstakl. í Danmörku, öryggi fyrir því, að hvað sem mjer liði sjálfum, þá væri stefnu fjelagsins vel borgið. Þótt þetta heyri til sögu fjelagsins meira en minni eigin, þá hafði þetta svo mikla þýðingu fyrir mig sjálfan, að jeg get ekki gengið fram hjá því. — Eftir hvítasunnu fór Fermaud norður í land og fór kand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason með honum. Jeg fylgdi þeim upp í Borgarnes og komum vjer við á Akranesi, stóð báturinn svo lengi við þar, að hægt var að

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.