Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Page 1
Um
uppruna dýra tegunda og jurta.
Kptir
Þorvald Thoroddsen.
ii.
fess hefir verið getið í kaflanum næst á und-
an, að Lamarck og ýmsir aðrir náttúrufræðingar
höfðu löngu áður en Darwin fæddist fært yms rök
fyrir því, að kynkvíslir dýranna breyttust við )'tri
áhrif og ólíka lífsskilmála, og að tegundirnar hefðu
verið að breytast og myndast frá öndverðu. Dar-
win safnaði fyrstur nægilegum rökum til þess að
sýna, að breytingarnar ættu sér stað, og reyndi að
sanna, með hverjum hætti þær væru til orðnar.
Darwin sá, eins og allir, að eiginlegleikar dýranna
ganga að erfðum, en breytast þó; afkvæmið er
reyndar f öllu verulegu líkt foreldrunum, en er þó
eigi alveg eins; það er eins og tilhneigingin til
breytinga allt af sé að togast á við erfðalögmálið.
Darwin heldur, eins og Lamarck, að ytri ástæður
veki breytingarnar hjá dýrunum og jurtunum, en
hann bætir því við, að lífsstritið eða tilverustritið
(struggle for life) milli einstaklinganna hvetji breyt-
Tímarit liins islenzka Bókmenntafjelags. IX. 9