Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 3
131
þó óviðkomandi manni sýnist þær allar eins; litinn
mismun má greina með eptirtekt og vönu auga.
þ>að er eigi hægt að finna tvo einstaklinga af dýra-
eða jurtategund, sem eru alveg eins; það er eins og
það búi í öllum lifandi skepnum tilhneiging til frá-
breytni, jafnvel þó lífsskilyrðin sýnist lík; en þau
eru aldrei alveg eins. Tvíburar eru optast mjög
líkir hvor öðrum, bæði líkamlega og andlega, en
eru ekki nærri eins likir hinum systkinum sínum;
þetta virðist benda á, að lík lífsskilyrði frá byrjun
framleiði likingu á einstaklingunum. þegar lífs-
skilmálarnir verða aðrir, breytast tegundirnar, og
breytingarnar ganga að erfðum; þegar jurtir eru
fluttar í annað loptslag, breytist t. d. blómgvunar-
tími þeirra. Limir eða líffæri breytast eptir því,
hvort þau eru notuð eða eigi; vængjabein villiand-
anna eru þyngri og fótabeinin léttari heldur en
sömu bein í tömdum öndum, af því fjaðrir þeirra eru
klipptar, svo þær eigi fljúgi burtu; júfrin eru stærri
á kúm, sem allt af eru mjólkaðar, en á hinum, sem
eigi eru mjólkaðar; hendurnar eru stórar á þeim
mönnum, sem unnið hafa líkamlega vinnu um marga
ættliði, en smáar á þeim, sem eigi hafa unnið. Opt
sést það, að breyting á einhverju sérstöku líffæri
leiðir af sér breytingar á öðru (Correlation of growth)\
hvítir kettir bláeygðir eru t. d. nærri allt af heyrn-
arlausir, hárlausir hundar hafa lélegar tönnur, stutt-
nefjaðar dúfur hafa smáa fætur, langnefjaðar dúfur
stóra fætur o. s. frv. þ>etta samræmi í breytingunni
getur verið mjög margbrotið, og lítið vita menn
hvernig á því stendur. fegar tegundir jurta eða
dýra hafa breyzt undir höndum manna við kynbæt-
ur eða á annan líkan hátt, þá eru kynferðin, sem
fram koma, opt svo ólík hvert öðru, að mismunur
9*