Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Síða 4
132
þeirra er meiri heldur en mismunur á góðum og gild-
um tegundum. Sumir segja, að menn hafi í öndverðu
tekið sér þær jurta- og dýrategundir til ræktunar, sem
vel hafa getað þolað allskonar loptlag og haft sérstaka
tilhneigingu til breytinga; en það er varla líklegt,
að frumþjóðirnar hafi getað valið svo úr með þeirri
reynslu, sem þær höfðu þá, þegar menn varla
mundu færir til þess nú á dögum. Sumir ætla, að
hinir ólíku ættbogar alidýra eigi kyn sitt að rekja
til jafnmargra tegunda; eigi er hægt að skera úr
því alstaðar, hvort svo er; vér höfum enga sögu-
lega vissu fyrir hvorugu; en hitt sjáum vér, að
margir ættstofnar alidýra og ræktaðra jurta í ólíku
formi hafa orðið til fyrir augum vorum við kyn-
bætur og nákvæmt eptirlit manna.
Til þess að sjá breytingar þær, sem orðnar eru
og orðið geta á vissri tegund, tók Darwin sérstak-
lega dúfurnar til skoðunar. Hann átti flestöll dúfu-
kyn, sem- til eru; ríkismenn á Englandi hafa sér til
skemtunar í dúfuhúsum sínum fjöldamargar dúfur
og reyna að gjöra svo margar kynbætur og kyn-
breytingar, sem auðið er. Sjáist til dæmis einhver
eiginlegleiki öðruvísi hjá sumum dúfum en öðrum,
þá eru þær eingöngu látnar æxlast saman, þar sem
mest ber á þessu; við það að halda slikum kynbót-
um áfram gegnum marga ættliði, þá vaxa þessi ein-
kenni meir og meir með timanum hjá afkvæminu,
og á endanum kemur fram ættbogi af dúfum, sem
er ólíkur öllum öðrum. f essi sama aðferð er höfð
við allar kynbætur hjá öllum dýrum og jurtum, sem
menn vilja breyta sér til gagns eða gamans. Allir
ættbogar dúfnanna eru komnir af klettadúfunni
(Columba livia), sem lifir við hamrastrendur í Európu
og víðar; þó sýnast þeir mjög ólíkir þessari ætt-
móður sinni, og lítil ættarmót virðist vera með