Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Qupperneq 9
137
væri engin takmörk sett. Fílarnir æxlast ekki fyr
en þeir eru þrítugir og halda tímgunarkrapti sín-
um til níræðs; setjum nú, að fílshjón yrðu ioo ára,
og ættu alls 6 unga, og eptirkomendur þeirra lifðu
jafnlengi og ættu jafnmarga koll af kolli, þá mundu
eptirkomendur fyrstu fílshjónanna eptir 740—750 ár
vera orðnir nærri 19 miljónir að tölu. Menn hafa
séð þess mörg dæmi, að ýms dýr og jurtir hafa
aukizt og útbreiðzt með geysihraða, hafi lífsskilmál-
arnir orðið hentugir eða eitthvað breytzt þeim í hag.
A Pampassléttunum í Suðurameríku er nú óteljandi
grúi af villihestum og villinautum, og þó eru þetta
að eins atkomendur strokudýra síðan Európumenn
fóru að gera þar nýlendur; hvorki hestar né naut
voru þar til áður. pangað hafa einnig fiutzt ýmsar
jurtir frá Európu, t. d. þistlar, og fengið stórkost-
lega útbreiðslu. Fýlungar (Procellaria glacialis)
eiga ekki nema eitt egg, og þó er sú tegund að
ætlun manna einstaklingafleiri en flestar aðrar. pær
tegundir, sem við og við verða fyrir miklum skakka-
föllum, þurfa að geta af sér sem flest afkvæmi á
sem stytztum tíma til þess að fylla skarðið, þegar
margir einstaklingar eða lífsfræ fara að forgörðum,
en jafnvægið milli tegundanna helzt, sumpartaf því,
að hver spyrnir á móti fjölgun annarar, og sum-
part af því, að fæðan verður að vera í réttu hlut-
falli við fjölgunina. Árangurinn af öllu þessu er
samræmið, sem alstaðar er í náttúrunni, þar sem
hvert hjólið gripur svo nákvæmlega inn í annað.
J>að er opt mjög örðugt að komast að því, hvað
það er, sem hindrar náttúrlega fjölgun tegundanna;
eðli mannkynsins er svo margfalt betur þekkt en
dýr og jurtir, og þó vita menn sjaldnast með vissu,
hverjar orsakir eru til vaxtar og hrörnunar ýmsra
mannflokka. Plönturnar geta af sér ótölulegan grúa